Afhverju er Miley Cyrus alltaf nakin?

Miley Cyrus á VMA hátíðinni um síðustu helgi.
Miley Cyrus á VMA hátíðinni um síðustu helgi. AFP

Krist­inn Stuð Styr­kárs­son Proppé myndi gera hvað sem er fyr­ir frægðina.... nema kannski að koma nak­inn fram. Slíka spéhræðslu er hins­veg­ar ekki að finna í heimi hinn­ar 22 ára popp­dívu Miley Cyr­us sem kynnti VMA verðlaun MTV sjón­varps­stöðvar­inn­ar síðustu helgi í eins efn­is­litl­um föt­um og hún komst upp með og frelsaði jafn­vel geir­vört­una í beinni.

 Á aðeins tveim­ur árum hef­ur Cyr­us tek­ist að skilja heil­steypta Disney ímynd sína eft­ir í ryk­inu og verða ein um­deild­asta popp­stjarna heims. Það er auðvelt að af­skrifa Cyr­us sem at­hygl­is­sjúk­an óláta­belg, kannski sér­stak­lega í ljósi þess að hún sést æ sjaldn­ar full­klædd, en er kannski meira í hana spunnið? Er Miley Cyr­us bara að gera „hvað sem er fyr­ir frægðina“ eða á viðvar­andi nekt henn­ar sér aðrar skýr­ing­ar og til­gang?

Er bert bak barnaklám?

Það er varla sá blett­ur á lík­ama Miley Cyr­us sem al­menn­ing­ur hef­ur ekki barið aug­um. Mynd­bandið við lagið „Wreck­ing­ball“, þar sem Cyr­us bætti ein­ung­is Dr. Martens skóm við Evu­klæðin, sló tón­inn og heims­byggðin hef­ur setið hneyksluð eft­ir síðan.

Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem nak­inn lík­ami Cyr­us vakti hneyksl­an. Ljós­mynd sem birt­ist af henni í tíma­rit­inu Vanity Fair árið 2008 var út­hrópuð sem barnaklám en mynd­in sýndi bert bak og hand­leggi Disney-stjörn­unn­ar. Fræg­asti tísku­ljós­mynd­ari heims, Annie Lie­bovitz, tók mynd­ina og þrátt fyr­ir mikla gagn­rýni stóð hún með verk­inu.

Í grein­inni sem birt­ist með mynd­inni var Cyr­us , þá 15 ára, spurð hvort henni hefði fund­ist mynda­tak­an óþægi­leg og svaraði hún því neit­andi. „Ég var með stórt teppi yfir mér. Og mér fannst þetta fal­legt og mjög nátt­úru­legt.“ Cyr­us dró þá staðhæf­ingu hins­veg­ar til baka í yf­ir­lýs­ingu eft­ir út­gáfu tíma­rits­ins. „Mér finnst þetta svo vand­ræðal­egt. Ekk­ert af þessu var ætl­un mín og ég bið aðdá­end­ur mína sem skipta mig svo miklu máli af­sök­unn­ar.“

Lie­bovitz komst mjög lík­lega mun nær því að fanga hina raun­veru­legu Miley Cyr­us, án upp­dúllaðs Disney-gervis hinn­ar sí­hressu Hannah Mont­ana, en nokk­ur ljós­mynd­ari hafði áður gert og hvort mynd­in er yf­ir­höfuð kyn­ferðis­leg er í raun um­deil­an­legt.

Það er vissu­lega rétt að 15 ára dreng­ur væri seint lát­inn stilla sér upp með svipuðum hætti en hefðu hneyksl­isradd­irn­ar verið jafn há­vær­ar ef hinn 15 ára Just­in Bie­ber hefði sýnt bakið í svipaðri stell­ingu? Eru öll ber bök kyn­ferðis­leg eða bara bök kvenna?
Miley ræddi mynda­tök­una aft­ur árið 2011, þá við Harper‘s Baza­ar og sagði að fólk sæi það sem það vildi sjá í mynd­inni: eitt­hvað nei­kvætt sem sel­ur blöð. „For­eldr­um mín­um finnst þeir vera að horfa á fal­lega ljós­mynd eft­ir merk­an ljós­mynd­ara og al­menn­ing­ur í Banda­ríkj­un­um vill sjá eitt­hvað dóna­legt við það?“

Í viðtali við Elle í apríl 2014 tók Cyr­us enn harðari af­stöðu gegn því kyn­ferðis­lega sjón­ar­horni sem al­menn­ing­ur sveipaði hana.

„Mér fannst ég ekki vera kyn­ferðis­leg en hug­ur viðkom­andi fór þangað – hver er sá per­ve­tíski? Ég skammaðist mín klár­lega ekki fyr­ir það en ein­hver þurfti að skrifa eitt­hvað sem sagði að ég gerði það. Ég vil ekki gera svo­leiðis leng­ur.“

 Kyn­ferði á eig­in for­send­um

Kannski er það ein­mitt vegna fyrr­nefnd­ar mynd­ar sem Cyr­us ger­ir í því að rífa í sund­ur ramma hins vest­ræna heims hvað nekt, kyn­líf og kven­lík­amann varðar, svo mörg­um þykir nóg um.

Mynd­band henn­ar við „Wreck­ing­ball“ sló áhorfs­met One Directi­on á YouTu­be rás mynd­banda­veit­unn­ar Vevo, fékk 19,3 millj­ón­ir áhorfa á ein­um sól­ar­hring og náði 100 millj­ón­um áhorfa á aðeins sex dög­um.

Í þetta skipti var Cyr­us svo sann­ar­lega kyn­ferðis­leg og jafn­vel meira svo íklædd hvítu ull­ar­nær­föt­un­um, sleikj­andi stóra sleggju af inn­lif­un en sveifl­andi sér nak­in á niðurrifs­kúl­unni.  

Mynd­band­inu var ætlað að ögra, ætlað að vera kyn­ferðis­legt, en á henn­ar for­send­um. Eins og Tavi Gevin­son skrifaði í viðtali sínu við Cyr­us í Elle varð barna­stjarn­an hvorki að kyn­bombu né kisu­lóru með aldr­in­um held­ur að grashaus með drengja­koll og stráks­leg­an vöxt sem hún er stolt af.

„Hún fylgdi ekki í fót­spor ungra kvenst­irna sem bregða sér í kynþokka­full hlut­verk fyr­ir áhorf­end­ur en eiga sér síðan ekk­ert kyn­líf sjálf­ar (eða játa það í það minnsta ekki á sig); þess í stað er það kyn­líf sem hún set­ur á svið kjána­legt og óaðgengi­legt, aðeins ætlað að veita henni sjálfri ánægju og skemmt­un.“

Í viðtal­inu seg­ist Cyr­us sjálf ekki reyna að vera kynþokka­full en að hún reyni að sýna stelp­um að þær þurfi ekki ljóst sítt hár og stór brjóst. Þær til­raun­ir séu vissu­lega kyn­ferðis­leg­ar, en á ann­an hátt.

„Mörg kon­an tók losta fyr­ir ást“

Marg­ir ef­ast um að Cyr­us sé raun­veru­lega að fylgja eig­in sann­fær­ingu og saka hana um and­femín­íska hegðun og að láta brans­ann spila með sig. Þeirra á meðal er Sinéad O‘Conn­or sem skrifaði Cyr­us opið bréf „í móður­leg­um anda og með ást“ þar sem hún sagði Cyr­us skyggja á eig­in hæfi­leika með því að selja sig eins og vænd­is­konu, hvort sem það væri hún sjálf eða iðnaður­inn sem stæði að baki söl­unni.

„Öllum mönn­un­um sem glápa á þig er líka skít­sama um þig. Ekki láta blekkj­ast. Mörg kon­an tók losta fyr­ir ást. Ef þeir vilja þig kyn­ferðis­lega þýðir það ekki að þeim standi ekki á sama um þig. Það er enn meira satt þegar þú send­ir óvilj­andi þau skila­boð að þér standi líka á sama um sjálfa þig.“

O‘Connos sagði heim­inn hættu­leg­an og að mann­fólkið hvetji ekki dæt­ur sín­ar til að ganga um nakt­ar í hon­um þar sem þá verði þær að bráð rán­dýra á við þau sem vinna í tón­list­ariðnaðinum. Sagði hún Cyr­us vera meira virði en bara lík­ami henn­ar og kynþokki og að lík­am­inn til­heyrði aðeins henni og kær­asta henn­ar.

Þessa orðræðu kann­ast marg­ar ung­ar ís­lensk­ar kon­ur við enda voru áþekk „móður­leg“ eða „föður­leg“ og vel­mein­andi ráð fljót að spretta upp þegar Íslend­ing­ar frelsuðu geir­vört­urn­ar í hrönn­um fyrr á ár­inu. Þó svo að Cyr­us lifi og hrær­ist í ólík­um raun­veru­leika en ís­lensk­ar kon­ur eru skila­boð henn­ar til um­heims­ins þau sömu og þær sendu. Skila­boð sem eru í grunn­in þau sömu og O‘Conn­or vill senda en tjáð með öðrum hætti.

 „It‘s my mouth I can say what I want to“

 Eins og Cyr­us syng­ur í lag­inu „We can‘t stop“ seg­ir hún það sem hún vill því hún á munn­inn sinn sjálf og það sama gild­ir um lík­ama henn­ar.  

Með frels­un geir­vört­unn­ar tóku ís­lensk­ar kon­ur valdið yfir eig­in líköm­um frá kyn­ferðis­legu sjón­ar­horni sam­fé­lags­ins og frá þeim sem dreifa hefnd­arklámi. Vald­tak­an hefði seint getað orðið að veru­leika ef ekki nyti við fyr­ir­mynda ungra, frægra kvenna á við Ri­hönnu, Jenni­fer Lawrence og Miley Cyr­us sem berj­ast gegn því kyn­ferðis­lega sjón­ar­horni sem heim­ur­inn sveip­ar lík­ama þeirra. Þess má einnig geta að Cyr­us var sjálf fórn­ar­lamb hefnd­arkláms stuttu eft­ir Vanity Fair mynda­tök­una 2008 þegar mynd­ir af henni sem aðeins voru ætlaðar Joe Jon­as birt­ust á ver­ald­ar­vefn­um. 

Það að Cyr­us taki valdið yfir eig­in lík­ama þýðir hins­veg­ar ekki að hún sé ekki kyn­ferðis­leg. Hún ger­ir í því að ögra viðtekn­um hug­mynd­um um kyn og kyn­ferði, haf­andi skil­greint sig sem „kyn­fljót­andi“ (e. gend­er fluid). Kyn­ferðis­lega til­b­urði sína í hinu al­menna rými seg­ir hún hins­veg­ar vera al­gjör­lega (eins og áður seg­ir) á eig­in for­send­um enda vill hún vera leiðandi á sama hátt og tón­list­ar­menn­irn­ir sem leiddu bylt­ingu 68 kyn­slóðar­inn­ar. 

„Ég verð bara að sjá til þess að ég sé rödd minn­ar kyn­slóðar,“ seg­ir Cyr­us í fyrr­nefndu Elle viðtali. „Ég held að ég hjálpi stelp­um að vera afar frjáls­ar með kyn­vit­und sína.“

Geir­vörtuþolið hækk­ar

Frá því að „Wreck­ing­ball“ kom út hef­ur Cyr­us margoft komið nak­in eða hálfnak­in fram og svo virðist sem al­menn­ing­ur sé að ein­hverju leiti far­inn að venj­ast því.

Fjör­leg­ar nekt­ar­mynd­ir sem birt­ust af henni í Papermag fyrr á ár­inu vöktu mun minni hneyksl­an en „Wreck­ing­ball“ á sín­um tíma þrátt fyr­ir að hún flaggaði þar geir­vört­un­um (sem Face­book ótt­ast svo mjög) og átti í raun­inni lítið annað eft­ir að sýna les­end­um en sjón­ar­horn kven­sjúk­dóma­lækn­is­ins.

Geir­vört­ur og klof Cyr­us voru líka nán­ast það eina sem bún­ing­ar henn­ar huldu þegar hún kynnti VMA verðlaun MTV sjón­varpstöðvar­inn­ar í beinni á sunnu­dag­inn var. Svo virðist sem Cyr­us hafi reynd­ar ekki getað setið á sér þegar til kast­anna kom þar sem önn­ur geir­vart­an fékk „óvart“ að finna fyr­ir frels­inu und­ir lok út­send­ing­ar­inn­ar.

Miley Cyrus

Þó svo að geir­vart­an hafi vakið at­hygli fjöl­miðla og lík­lega leitt af sér nokkr­ar kvart­an­ir til Sam­skipta­nefnd­ar Banda­ríkj­anna (FCC) voru þær ekk­ert á við þær kvart­an­ir sem bár­ust árið 2004 þegar Just­in Timberla­ke af­hjúpaði brjóst Janet Jackson í beinni í hálfleik Of­ur­skál­ar­inn­ar. Þær voru 1,4 millj­ón tals­ins og leiddu af sér sekt fyr­ir CBS upp á 550 þúsund Banda­ríkja­dali. Eins og Ya­hoo News orðar það varð bert brjóst Jackson að þjóðar­hneyksli á meðan að flass Cyr­us fékk þjóðina varla til að gera annað en yppa öxl­um. Núna, aðeins viku síðar, er geir­vart­an allt að því gleymd.

Eitt ætl­un­ar­verk Cyr­us og systra henn­ar af sömu kyn­slóð, normaliser­ing geir­vört­unn­ar, virðist þannig kom­in vel á veg miðað við þann raun­veru­leika sem blasti við fyr­ir ára­tug. Lík­lega er nokkuð í að nak­inn lík­ami Cyr­us hætti að hneyksla með öllu en hún treyst­ir líka á að svo verði.

„Ég geri alla þessa hluti til að fá at­hygli. En hvað geri ég svo þegar ég hef fengið hana?“ sagði hún í viðtali við Out. Í augna­blik­inu tek­ur hún at­hygl­ina og bein­ir henni að mál­efn­um ungra heim­il­is­lausra LG­BTQ ein­stak­linga í gegn­um góðgerðarfé­lag sitt The Happie Hippie Foundati­on. Og hún not­ar meira en bara lík­ama sinn til að vekja at­hygli á málstaðnum því hún hef­ur m.a. skellt öðrum stjörn­um í peys­ur merkt­ar fé­lag­inu með afar tæpri Photos­hop kunn­áttu sinni.

„Ætlar Kanye fokk­ing West að finna mig í fjöru? Ég nota allt þetta fólk sem fyr­ir­sæt­ur en það get­ur ekki öskrað á mig – þetta er fyr­ir fé­lagið mitt! Ég er skamm­laus þegar kem­ur að fé­lag­inu mínu.

Ég myndi gera hvað sem er.“

Myndin sem birtist af Cyrus í Vanity Fair.
Mynd­in sem birt­ist af Cyr­us í Vanity Fair.
Kynferðislegir tilburðir Cyrus á VMA hátíðinni 2013 vöktu mun meira …
Kyn­ferðis­leg­ir til­b­urðir Cyr­us á VMA hátíðinni 2013 vöktu mun meira um­tal en fram­koma henn­ar í ár. AFP
Úr myndbandi Cyrus við lagið Wreckingball.
Úr mynd­bandi Cyr­us við lagið Wreck­ing­ball. Skjá­skot af YouTu­be
Forsíða Papermag þar sem Cyrus beraði allt á fjörlegum ljósmyndum.
Forsíða Papermag þar sem Cyr­us beraði allt á fjör­leg­um ljós­mynd­um.
Sinead O'Connor er ekki hrifin af uppátækjum Cyrus.
Sinead O'Conn­or er ekki hrif­in af uppá­tækj­um Cyr­us. AFP
Einn af búningum Cyrus á VMA hátíðinni.
Einn af bún­ing­um Cyr­us á VMA hátíðinni. AFP
mbl.is