Nái samkomulagi um fjármögnun loftlagsaðgerða

François Hollande, forseti Frakklands, segir lykilatriði að auðugari ríki heims …
François Hollande, forseti Frakklands, segir lykilatriði að auðugari ríki heims nái saman um fjármögnun loftslagsaðgerða fyrir þróunarríkin. AFP

Ekki verður hægt að ná sam­komu­lagi um að berj­ast gegn lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni nema að iðnrík­in skuld­bindi sig fjár­hags­lega til að aðstoða þró­un­ar­rík­in. Þetta seg­ir Franço­is Hollande, for­seti Frakk­lands, sem var­ar við því að lofts­lags­fund­ur Sam­einuðu þjóðanna í Par­ís gæti reynst ár­ang­urs­laus ef ekki næst sam­komu­lag um pen­inga­hliðina.

Fund­ur­inn verður hald­inn í Par­ís dag­ana 30. nóv­em­ber til 11. des­em­ber. Þar er ætl­un­in að ná bind­andi sam­komu­lagi á milli þjóða heims um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um.

Hollande ræddi um mik­il­vægi þess að ná sam­komu­lagi á milli þróaðra ríkja og þró­un­ar­ríkja um fjár­mögn­un aðgerðanna á blaðamanna­fundi í frönsku höfuðborg­inni í dag þar sem ut­an­rík­is- og um­hverf­is­ráðherr­ar aðild­ar­ríkja að lofts­lags­samn­ingi SÞ hafa fundað síðustu tvo daga um ein­mitt þau mál­efni.

Fjár­mögn­un­in er mik­il­væg til þess að hjálpa þró­un­ar­ríkj­um að byggja upp end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa til að knýja áfram þróun sína í stað þess að nota jarðefna­eldsneyti sem er or­sök lofts­lags­breyt­ing­anna og til að aðlag­ast þeim breyt­ing­um sem eru að verða á jörðinni vegna fyrri los­un­ar þróuðu ríkj­anna á gróður­húsaloft­teg­und­um.

„Allt mun velta á fjár­mun­un­um. Hætt­an er að þetta mistak­ist,“ sagði Hollande.

Lor­ent Fabius, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, lagði áherslu á að þróuð ríki stæðu við það lof­orð sem þau gáfu árið 2009 að veita hundrað millj­örðum doll­ara ár­lega frá ár­inu 2020 til þess að ná þess­um mark­miðum.

mbl.is