Sérfræðingar funda við fyrsta tækifæri

Til stóð að fara yfir stöðuna sem upp er kom­in …
Til stóð að fara yfir stöðuna sem upp er kom­in eft­ir að Rúss­ar settu inn­flutn­ings­bann á sjáv­ar­af­urðir frá Íslandi mbl.is/Helgi Bjarnason

Í fram­haldi af síma­fundi Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, og Frederica Mog­her­ini, ut­an­rík­is­mála­stjóra ESB, funduðu emb­ætt­is­menn með full­trú­um ut­an­rík­isþjón­ustu Evr­ópu­sam­bands­ins í dag um þá stöðu sem upp er kom­in á Íslandi í kjöl­far hefnd­araðgerða Rússa

Líkt og mbl hef­ur áður greint frá stóð til að fara yfir stöðuna sem upp er kom­in eft­ir að Rúss­ar settu inn­flutn­ings­bann á sjáv­ar­af­urðir frá Íslandi og m.a. voru tollaí­viln­an­ir til umræðu á fund­in­um.

Í svari Ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn mbl seg­ir að staða mála hafi verið út­l­istuð á fund­in­um og að skipst hafi verið á upp­lýs­ing­um.

Sam­mælst var um að sér­fræðing­ar frá Íslandi og sjáv­ar­út­vegs- og ut­an­rík­is­skrif­stof­um Evr­ópu­sam­bands­ins myndu í kjöl­farið funda eins fljótt og kost­ur væri.   

mbl.is