Finna þurfti pláss fyrir Hönnu Birnu

Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn taldi skyn­sam­leg­ast að færa Birgi Ármanns­son, þing­mann flokks­ins, úr ut­an­rík­is­mála­nefnd í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þegar finna þurfti pláss fyr­ir Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur í einni af nefnd­um Alþing­is.

Hanna Birna tók sæti á Alþingi 27. apríl eft­ir að hafa tekið sér hlé frá störf­um frá því að hún sagði af sér sem inn­an­rík­is­ráðherra í lok nóv­em­ber á síðasta ári.

Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins samþykkti á mánu­dag að Hanna Birna tæki við af Birgi Ármanns­syni sem formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar en hann hef­ur gegnt for­manns­starf­inu frá upp­hafi þessa kjör­tíma­bils. Birg­ir verður aft­ur á móti fyrsti vara­formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is.

Hanna Birna þarf ein­hvern póst

„Ástæðan er ein­fald­lega sú að þegar fjölg­ar í þing­manna­hópn­um sem skipa á í nefnd­ir fer alltaf í gang ákveðin hringrás og breyt­ing­ar. Þetta voru þær breyt­ing­ar, í ljósi þess sem verður á þess­um vetri, sem við töld­um skyn­sam­leg­ast­ar,“ seg­ir Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, aðspurð um ástæðu breyt­ing­anna í sam­tali við mbl.is.

Ragn­heiður bend­ir á að Birg­ir hafi mikla reynslu í stjórn­ar­skrár­mál­um og sitji í nefnd fyr­ir hönd flokks­ins sem hef­ur þau mál til um­fjöll­un­ar. „Sú umræða öll, sem vænt­an­lega verður ef slíkt frum­varp kem­ur fram, fer fram í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Okk­ur þótti við hæfi að hann héldi utan um þá vinnu áfram þar, þess vegna er hann færður,“ seg­ir Ragn­heiður.

„Þar að auki er Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir líka fyrsti þingmaður Reyk­vík­inga þannig að hún þarf ein­hvern póst, hvort sem það er þessi nefnd eða önn­ur. En þessi nefnd varð fyr­ir val­inu í ljósi þess sem við horf­um til á þess­um vetri,“ bæt­ir Ragn­heiður við.

Seg­ir Birgi hafa staðið sig með prýði

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur for­mennsku í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd, í at­vinnu­vega­nefnd og ut­an­rík­is­mála­nefnd.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur ekki for­mennsku á fleiri nefnd­um þannig að þetta er það val sem verður ofan á þegar við för­um í þess­ar breyt­ing­ar sem var ljóst að þyrfti að fara í því þú sit­ur ekki með þing­mann ekki sitj­andi í neinni nefnd,“ seg­ir Ragn­heiður.

„Birg­ir Ármanns­son hef­ur verið formaður nefnd­ar­inn­ar frá upp­hafi þessa kjör­tíma­bils og sinnt því starfi að stakri prýði eins og öll­um öðrum störf­um sem hann sinn­ir fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og fyr­ir land og þjóð,“ bæt­ir Ragn­heiður við. 

Taldi ekki ástæðu til að breyta af­stöðu Íslands

Nokkuð hef­ur mætt á ut­an­rík­is­mála­nefnd að ut­an­förnu, sér í lagi eft­ir að ákvörðun rúss­neskra stjórn­valda um að setja inn­flutn­ing­bann á ís­lenska mat­vöru lá fyr­ir. Í kjöl­far ákvörðun­ar­inn­ar sagði Birg­ir stöðuna al­var­lega, snúna og að um mikla hags­muni fyr­ir Íslands sé að ræða.

Birg­ir sagði einnig að hann teldi ekki til­efni til að Ísland dragi stuðning sinn við viðskiptaþving­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart Rússlandi til baka.

Frétt mbl.is: Breyta ekki af­stöðu Íslands

Frétt mbl.is: Um mikla hags­muni að ræða

mbl.is