Olíurisar stöðva loftslagsaðgerðir

Olíufyrirtækjunum tókst að standa vörð um hagsmuni sína í Kaliforníu.
Olíufyrirtækjunum tókst að standa vörð um hagsmuni sína í Kaliforníu. AFP

Áróður af hálfu ol­í­urisa varð til þess að breyt­ing­ar voru gerðar á síðustu stundu á metnaðarfullu frum­varpi sem ligg­ur fyr­ir rík­isþingi Kali­forn­íu­rík­is sem átti að stórdraga úr notk­un jarðefna­eldsneyt­is og auka hlut end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa. Fyr­ir­tæk­in réðust í um­fangs­mikið áróðurs­stríð gegn frum­varp­inu.

Frum­varpið gerði ráð fyr­ir að bens­ínnotk­un dræg­ist sam­an um 50% fyr­ir árið 2030 í Kali­forn­íu auk þess sem hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í orku­bú­skap rík­is­ins væri aukið og bygg­ing­ar yrðu gerðar ork­u­nýtn­ari. Kevin de Leon, starf­andi for­seti öld­unga­deild­ar þings­ins staðfesti hins veg­ar í gær að frum­varp­inu verði breytt og ákvæðin um bens­ín­eyðsluna tek­in út.

Aðeins tveir dag­ar voru eft­ir af starf­andi þingi rík­is­ins og sagði de Leon að því hafi ekki verið kleift að kom­ast í gegn­um það ryk sem olíu­hags­mun­irn­ir hefðu þyrlað upp í kring­um frum­varpið á þeim skamma tíma sem var til stefnu fyr­ir þinglok.

Olíu­sam­tök vest­ur­ríkja (Western States Petrole­um Associati­on, sem koma fram fyr­ir hönd olíu­fyr­ir­tækja eins og Shell, Exxon­Mobile og Chevr­on, héldu því fram að frum­varpið væri „ger­ræðis­legt og ómögu­legt“. Í yf­ir­lýs­ingu sögðu þau hins veg­ar að eft­ir að búið væri að fjar­lægja ákvæðin um bens­ínnotk­un væri hægt að „vinna sam­an að öðrum lofts­lags­breyt­ingaaðgerðum“.

Fyr­ir­tæk­in hafa háð hart áróðurs­stríð gegn frum­varp­inu und­an­farið. Þannig birtu þau heilsíðuaug­lýs­ing­ar í dag­blöðum auk sjón­varps- og út­varps­aug­lýs­inga þar sem því var meðal ann­ars haldið fram að frum­varpið myndi leiða til skammt­ana á eldsneyti í framtíðinni, tak­mark­ana á akstri bif­reiða og að yf­ir­völd myndu fylgj­ast með akst­ur­svenj­um fólks í gegn­um tölv­ur í bíl­un­um.

Niðurstaðan þykir áfall fyr­ir rík­is­stjór­ann Jerry Brown sem hafði markað skýra um­hverf­is­stefnu og aðgerðir í lofts­lags­mál­um á síðasta kjör­tíma­bili sínu. Hann verður einn þeirra stjórn­mála­leiðtoga sem koma munu sam­an á lofts­lags­fundi Sam­einuðu þjóðanna í Par­ís í des­em­ber þar sem ætl­un­in er að ná sam­komu­lagi um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um.

Frétt The Guar­di­an af sigri olíu­fyr­ir­tækj­anna í Kali­forn­íu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina