Gagnrýnir viðskiptabannið harðlega

Sigríður Á. Andersen er sjöundi þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.
Sigríður Á. Andersen er sjöundi þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.

Sig­ríður A. And­er­sen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, gagn­rýndi harðlega viðskipta­bann Rússa gegn Vest­ur­lönd­um á haust­fundi þings Örygg­is-og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu í Úlan Bator, höfuðborg Mong­ól­íu, í dag.

Í umræðum um efna­hags­leg­ar áskor­an­ir ríkja á ÖSE-svæðinu vakti Sig­ríður at­hygli á mik­il­vægi frjálsa viðskipta þegar kem­ur að fæðuör­yggi. Nefndi hún að fá ef nokk­ur ríki gætu tryggt borg­ur­um sín­um fæðuör­yggi til langs tíma án frjálsra viðskipta við önn­ur lönd. Því væri miður að land eins og Rúss­land legði bann á inn­flutn­ing á mat­væl­um frá Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um, vegna aðgerða ríkj­anna í tengsl­um við ástandið í Úkraínu. Sig­ríður sagði aug­ljóst að viðskiptaþving­an­ir Rúss­lands brytu gegn regl­um Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar. Það væri þó ekki aðal­atriðið held­ur áhrif banns­ins á þegna lands­ins. Hún hvatti ÖSE-þingið til að berj­ast fyr­ir frjáls­um viðskipt­um og mót­mæla viðskipta­bann­inu, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

„Ni­kolaí Kovalev, þingmaður sendi­nefnd­ar Rúss­land og neðri deild­ar rúss­neska þings­ins, sagði Rúss­land á móti hvers kyns refsiaðgerðum á milli ríkja, bæði póli­tísk­um og efna­hags­leg­um. Rúss­land hefði hins veg­ar verið neytt til þess að bregðast við refsiaðgerðum Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins. Vest­ur­lönd bæru þannig ábyrgð á minnk­andi fæðuör­yggi og óánægju með inn­flutn­ings­bann Rússa, t.d. meðal bænda á Íslandi og í Frakklandi.

Á sama tíma hefði inn­flutn­ings­bannið í raun verið Rússlandi til hags­bóta og aukið fæðuör­yggi í land­inu, sem væri nú farið að fram­leiða nýj­ar teg­und­ir af mat­væl­um. Rúss­land væri reiðubúið til að gera allt sem hægt væri til að koma á eðli­leg­um sam­skipt­um á ný og að um leið og Vest­ur­lönd drægju til baka refsiaðgerðir sín­ar mundi Rúss­land gera slíkt hið sama,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Sjálf­stæðis­flokkn­um.

mbl.is