Kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin að hluta til í Kópavogi og er dagskráin fjölbreytt og spennandi. M.a. verður sundbíó fyrir fjölskylduna í Sundlaug Kópavogs þar sem sýnd verður myndin Múmínálfarnir og halastjarnan. Einnig verður sýning á alþjóðlegum stuttmyndum fyrir börn og fullorðna í Bókasafni Kópavogs og viðburðir tengdir pólskri kvikmynda- og myndlist verða í Gerðarsafni.
Fjörutíu ungmenni í 6. og 9. bekk úr skólum í Kópavogi sitja í vikunni stuttmyndanámskeið í tengslum við kvikmyndahátíðina. Krakkarnir fá kennslu í ýmsum hliðum kvikmyndagerðar á námskeiði undir stjórn Barkar Gunnarssonar leikstjóra. Krakkarnir vinna svo að eigin stuttmynd og verða myndirnar sýndar á RIFF.