Karen ekur Lúlla (myndband)

Karen Anna Alexandersdóttir ásamt Köru og Lúlla sem hún dýrkar …
Karen Anna Alexandersdóttir ásamt Köru og Lúlla sem hún dýrkar og dáir.

Kar­en Anna Al­ex­and­ers­dótt­ir. 11 mánaða, elsk­ar hund­inn Lúðvík sem oft­ast er kallaður Lúlli. Vænt­umþykj­an er gagn­kvæm og leyf­ir Lúlli henni að aka sér um á litl­um bíl og nýt­ur ró­leg­ur ferðar­inn­ar.

Kar­en er dótt­ir Tinnu Ýrar Vest­mann Ólafs­dótt­ur og Al­ex­and­ers Arons Dav­ors­son­ar. Tinna Ýr náði skemmti­legu mynd­skeiði sem sýn­ir svo ekki verður um villst að sam­band Lúlla og Kar­en­ar er ein­stak­lega náið. Mynd­band­inu deildi Tinna Ýr á Face­book og má sjá það hér að neðan. 

Tinna Ýr seg­ir dótt­ur sína mik­inn orku­bolta sem dýrki hunda. Sér­stak­lega er hún hrif­in af hund­um Tönju, syst­ur Tinnu Ýrar, en þeir eru báðir af pug-kyni.

 „Hann Lúlli er al­veg ynd­is­leg­ur hund­ur með mik­inn karakt­er og maður get­ur hlegið enda­laust að hon­um,“ seg­ir Tinna Ýr í sam­tali við mbl.is. Tík­in Kara sem einnig er í eigu syst­ur Tinnu Ýrar, er einnig í miklu upp­á­haldi hjá Kar­en.

mbl.is hvet­ur les­end­ur til að senda inn ábend­ing­ar um skemmti­leg mynd­skeið af sam­skipt­um barna og dýra á net­fangið net­frett@mbl.is.

mbl.is