Forstjóri VW fær milljarða

Martin Winterkorn sagði af sér síðdegis í gær.
Martin Winterkorn sagði af sér síðdegis í gær. AFP

Fram­kvæmda­stjóri Volkswagen, Mart­in Win­terkorn, hefur unnið sér inn rétt til lífeyrisgreiðslna er nema um 32 milljónum dollara, eða sem jafngildir 4,1 milljarði íslenskra króna. Þá gæti hann einnig átt rétt á starfslokagreiðslu er nemur tveggja ára kaupi.

Líkt og fram hefur komið sagði Winterkorn af sér í gær.

Winterkorn sat í öðru sæti yfir launahæstu forstjóra Þýskalands í fyrra og námu tekjur hans 16,6 milljónum evra, eða sem jafngildir 2,4 milljörðum króna.

Heildarsumman gæti því numið 8,9 milljörðum króna.

Hann mun alltaf eiga rétt á lífeyrisgreiðslunni en meiri óvissa ríkir hins vegar um starfslokagreiðsluna. Samkvæmt samningi á hann rétt á henni ef starfslok verða áður en samningur hans rennur út. Hins vegar missir hann réttinn ef starfslokin verða vegna ástæðna sem honum verður sjálfum kennt um.

Stjórn Volkswagen hefur sagt að Winterkorn hafi ekki vitað af svindlinu er átti sér stað og ítrekaði hann það sjálfur í yfirlýsingu.

mbl.is