Veðurfarsöfgar vekja spurningar

AFP

Þrátt fyr­ir að átta fyrstu mánuðir árs­ins hafi verið þeir hlýj­ustu á láði og legi í heim­in­um frá því mæl­ing­ar hóf­ust þá hef­ur Atlants­hafið suður af Íslandi og Græn­landi verið óvenju kalt á sama tíma. Hvað er það sem veld­ur? er spurn­ing sem velt er upp á vef Washingt­on Post.

Sjór­inn hér við land og Græn­land hef­ur sjald­an eða aldrei verið jafn kald­ur á þess­um árs­tíma og þarf að fara átta­tíu ár aft­ur í tím­ann til þess að finna viðlíka kulda. Eng­in ástæða sé til að draga þessa niður­stöðu í efa því mjög vel sé fylgst með hita­stigi sjáv­ar á þess­um slóðum. En hvers vegna er hit­inn svo ólík­ur því sem ger­ist ann­ars staðar í heim­in­um?

Ekki liggja nein­ar vís­inda­leg­ar staðreynd­ir þar um en ýms­ir vís­inda­menn telja að þetta sýni að ótti þeirra eigi við rök að styðjast, það er að hægja á hringrás Atlants­hafs­ins. Einn af fylgi­fisk­um loft­lags­breyt­inga á jörðinni.

Í mars birtu nokkr­ir af helstu vís­inda­manna heims á sviði loft­lags­breyt­inga grein í Nature Clima­te Change þar sem fram kom að straum­ur sem nefn­ist Atlantic Mer­idi­onal Overt­urn­ing Circulati­on, (AMOC) á ensku, sem er ekki hinn hefðbundni golf­straum­ur held­ur suðurkvísl hans, er að veikj­ast vegna áhrifa hlýn­un­ar jarðar á golf­straum­inn.

Ef fram fer sem horf­ir þá er ekki endi­lega víst að það verði viðvar­andi kuldi á þess­um slóðum en ef jökl­ar á Græn­landi halda áfram að bráðna, sem þýðir að aukið magn af ferskvatni fer á haf út, þá get­ur þessi þróun haldið áfram. Kald­ur sjór á þess­um slóðum er ekki nýr af nál­inni en þessi þróun hef­ur átt sér stað um tíma. 

Áhrif­in verða kannski ekki jafn mik­il og sýnd voru í kvik­mynd­inni The Day Af­ter Tomorrow frá ár­inu 2004 en í mynd­inni er reynt að út­skýra fyr­ir al­menn­ingu hvað fel­ist í hug­tak­inu lofts­lags­breyt­ing­ar. Aðal­sögu­hetj­an í mynd­inni er sér­fræðing­ur í lofts­lags­sögu (paleo-climatology). Hann er ekki veður­fræðing­ur held­ur lofts­lags­fræðing­ur sem reikn­ar út með flókn­um of­ur­tölv­um og GCM-líkön­um að lofts­lag jarðar­inn­ar muni breyta um jafn­væg­is­ástand á ein­ung­is ör­fá­um vik­um. Meðan á því stend­ur geng­ur stór og djúp­ur storm­ur yfir allt norður­hvel jarðar, að því er seg­ir í grein sem birt­ist í Morg­un­blaðinu árið 2004.

En áhrif­in verða samt sýni­leg, til að mynda ef yf­ir­borð sjáv­ar held­ur áfram að hækka við Aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna og mögu­lega breyt­ing­ar á hita­stigi í allri Norður-Am­er­íku og Evr­ópu. Grein­ar­höf­und­ur í Washingt­on Post mæl­ir með því við les­end­ur að þeir fylg­ist grannt með Norður-Atlants­haf­inu og frétt­um af hita­stigi þar.

Hér er hægt að lesa grein­ina í heild

AFP
AFP
AFP
Frá Svalbarða
Frá Sval­b­arða AFP
AFP
AFP
mbl.is