Ekki innistæða fyrir yfirlýsingunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eng­ir fyr­ir­var­ar voru á yf­ir­lýs­ingu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráðherra, um að Ísland ætlaði að draga úr los­un gróður­húsa­teg­unda um 40% á leiðtoga­fundi Sam­einuðu þjóðanna um helg­ina. Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, seg­ir enga inni­stæðu hafa reynst fyr­ir yf­ir­lýs­ing­unni sem hafi engu að síður þurft að vera sönn.

Orðrétt sagði for­sæt­is­ráðherra í ræðu sinni á leiðtoga­fundi SÞ um sjálf­bæra þróun: „[...] ég er bjart­sýnn á að við mun­um sjá frá­bæra niður­stöðu frá COP21 [lofts­lags­fundi SÞ í Par­ís í des­em­ber] og reynd­ar hét Ísland því ný­lega að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 40% fyr­ir 2030.“

Fjöl­miðlar fjölluðu um ræðuna sem stefnu­breyt­ingu af hálfu Íslands sem hef­ur fram að þessu sagst ætla að taka þátt í sam­eig­in­legu mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ins, sem Norðmenn taka einnig þátt í, um að draga úr los­un um 40% miðað við árið 1990. Íslensk stjórn­völd hafa hins veg­ar fram að þessu ekki til­kynnt hversu stórt fram­lag Íslands verður til þess mark­miðs. Ræða Sig­mund­ar Davíðs virt­ist taka af skarið um það. 

Mis­ræmi í til­kynn­ingu for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins

Jó­hann­es Þór Skúla­son, aðstoðarmaður for­sæt­is­ráðherra, bar hins veg­ar til baka í gær að í ræðu Sig­mund­ar Davíðs hafi fal­ist stefnu­breyt­ing í mála­flokkn­um. Ráðherr­ann hafi ekki skuld­bundið Íslend­inga til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 40%.

„Þetta er ekki ein­hliða yf­ir­lýs­ing um 40% lækk­un af Íslands hálfu held­ur mark­mið um 40% lækk­un í sam­floti með Evr­ópu­sam­band­inu. Við höf­um sagt að við mun­um taka við svo­kölluðu „sann­gjörnu hlut­falli“ þangað til núna, þegar for­sæt­is­ráðherra seg­ir að við mun­um draga úr los­un um 40%, ná­ist samn­ing­ar,“ sagði Jó­hann­es Þór við mbl.is í gær.

Í frétta­til­kynn­ingu sem birt­ist á vef for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins í gær seg­ir að for­sæt­is­ráðherra hafi í ræðu sinni „[gert] grein fyr­ir fyr­ir­ætl­un­um Íslands í sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg um að draga úr los­un gróður­húsalof­teg­unda um 40%“. Sig­mund­ur Davíð minnt­ist hins veg­ar hvergi á sam­starf við sam­bandið eða Nor­eg í ræðunni né ræddi hann um nein­ar samn­ingaviðræður um það eins og ráða má af orðum aðstoðar­manns hans.

Jó­hann­es Þór vildi ekki tjá sig frek­ar um ræðu for­sæt­is­ráðherra eða til­kynn­ing­una á vef ráðuneyt­is­ins þegar eft­ir því var leitað í dag.

Íslensk stjórnvöld hafa beitt stóru hlutfalli endurnýjanlegrar orku sem rökum …
Íslensk stjórn­völd hafa beitt stóru hlut­falli end­ur­nýj­an­legr­ar orku sem rök­um fyr­ir því að draga minna úr los­un en önn­ur ríki.

Fyr­ir­vara­laus yf­ir­lýs­ing um 40% sam­drátt

„Þessi yf­ir­lýs­ing á laug­ar­dag­inn, það er ekki inni­stæða fyr­ir henni. Þarna voru eng­ir fyr­ir­var­ar gerðir sem aðstoðarmaður­inn gerði í gær. Hann seg­ir í yf­ir­lýs­ingu í gær að for­sæt­is­ráðherra hafi gert grein fyr­ir fyr­ir­ætl­un­um Ísland í sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg en það seg­ir ekk­ert um það í þess­ari ræðu, það er bara eft­ir á til­bún­ing­ur,“ seg­ir Árni Finns­son en Árni var einn þeirra sem fögnuðu því sem virt­ist stefnu­breyt­ing ís­lenskra stjórn­valda.

Hann tel­ur skýr­ingu aðstoðar­manns­ins á orðum for­sæt­is­ráðherra held­ur lé­lega og hún stand­ist ekki. Hver sá sem lesi ræðuna átti sig á því að ekk­ert segi í henni um Evr­ópu­sam­bandið eða Nor­eg.

Árni tel­ur ljóst af skýr­ingu aðstoðar­manns­ins, og í raun af lands­mark­miðinu sem ís­lensk stjórn­völd sendu inn í sum­ar um sam­flotið við Evr­ópu­sam­bandið, að Íslend­ing­ar muni draga úr los­un sinni um minna en 40%. Stefna Íslands sé í raun ein­hvers staðar á milli 0 og 40%. Það þykir hon­um ekki sér­lega metnaðarfullt mark­mið.

Ísland þurfi á því að halda að setja sér há­leit mark­mið til þess að sann­færa aðrar þjóðir um að draga úr los­un svo hægt sé að stöðva súrn­un sjáv­ar í kring­um landið.

„Þessi yf­ir­lýs­ing hefði þurft að vera sönn vegna þess að við þurf­um á því að halda við höf­um sterk­an málstað fyr­ir Par­ís,“ seg­ir Árni.

Norðmenn heita 40%, þrátt fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku

Enn hef­ur ekki verið gefið út hvert eig­in­legt fram­lag Íslend­inga til þess að berj­ast gegn lofts­lags­breyt­ing­um sem ógna jörðinni verður. Norðmenn taka einnig þátt í sam­eig­in­legu mark­miði ESB um sam­drátt los­un­ar en þeir hafa þegar lýst því yfir að þeir muni draga úr sinni los­un um 40% óháð niður­stöðu lofts­lags­fund­ar SÞ í Par­ís í des­em­ber. Formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands sagði við mbl.is í júlí að Ísland myndi semja um sitt hlut­fall, lík­lega að fund­in­um lokn­um.

Íslensk stjórn­völd hafa notað stórt hlut­verk end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa hér á landi sem rök fyr­ir því að Ísland þurfi að draga hlut­falls­lega minna úr los­un sinni á gróður­húsaloft­teg­und­um en önn­ur ríki. Engu að síður er aðal­uppistaða raf­orku­fram­leiðslu Norðmanna vatns­afl sem þó hafa skuld­bundið sig til þess að draga úr los­un sinni um 40%, ólíkt Íslend­ing­um. 

Frétta­til­kynn­ing á vef for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins um ræðu Sig­mund­ar Davíðs

Ræða Sig­mund­ar Davíðs á leiðtoga­fundi SÞ

Fyrri frétt­ir mbl.is:

40% með Evr­ópu­sam­band­inu

„Af­drátt­ar­laus­ari um minni los­un“

Upp­fært 12:25: Bætt við setn­ingu um að aðstoðarmaður for­sæt­is­ráðherra hafi ekki viljað tjá sig frek­ar.

mbl.is