Óbreyttir vextir

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands Árni Sæberg

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að halda vöxt­um bank­ans óbreytt­um. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því áfram 5,5%. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Seðlabanka Íslands. 

Pen­inga­stefnu­nefnd­in hækkaði vexti bank­ans um 0,5 pró­sent­ur í ág­úst og fóru þeir því úr 5 pró­sent­um í 5,5%. Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hækkaði einnig vexti bank­ans um 0,5 pró­sent­ur hinn 10. júní sl. 

Hag­vöxt­ur meiri en bú­ist var við

„Á fyrri hluta árs­ins var vöxt­ur inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar áþekk­ur því sem gert var ráð fyr­ir í síðustu spá Seðlabank­ans, en hag­vöxt­ur mæl­ist tölu­vert meiri. Þótt spáskekkj­an stafi lík­lega af tíma­bundn­um þátt­um er áfram út­lit fyr­ir öfl­ug­an hag­vöxt og vax­andi fram­leiðslu­spennu á næstu miss­er­um.

Verðbólga er enn und­ir mark­miði Seðlabank­ans, sér­stak­lega ef horft er fram­hjá hús­næðislið vísi­tölu neyslu­verðs, og hef­ur auk­ist hæg­ar en gert var ráð fyr­ir í síðustu spá bank­ans. Staf­ar það að nokkru leyti af hærra gengi krónu en sveiflu­kennd­ir liðir eiga þar einnig hlut að máli. Verðbólgu­horf­ur til lengri tíma litið hafa því ekki breyst um­tals­vert þótt nær­horf­ur séu betri. Niðurstaða kjara­samn­inga og til­tölu­lega háar verðbólgu­vænt­ing­ar benda eft­ir sem áður til þess að verðbólga muni aukast á næstu miss­er­um. Á móti kem­ur lækk­un alþjóðlegs vöru­verðs og tæp­lega 4% hækk­un á gengi krón­unn­ar frá síðustu vaxta­ákvörðun þrátt fyr­ir mik­il gjald­eyri­s­kaup Seðlabank­ans,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá bank­an­um.

Vext­ir hækka auk­ist verðbólga

Auk­ist verðbólga í fram­haldi af kjara­samn­ing­um svipað og spár benda til mun pen­inga­stefnu­nefnd­in þurfa að hækka vexti frek­ar eigi verðbólgu­mark­miðið að nást til lengri tíma litið. Hve mikið og hve hratt ræðst af fram­vind­unni og því hvernig greiðist úr þeirri óvissu sem nú er til staðar. Sterk­ari króna og alþjóðleg verðlagsþróun hef­ur gefið svig­rúm til að hækka vexti aðeins hæg­ar en áður var talið nauðsyn­legt en breyt­ir ekki þörf fyr­ir aukið aðhald á næstu miss­er­um. Vaxta­fer­ill­inn mun einnig ráðast af því hvort öðrum stjórn­tækj­um verður beitt til þess að halda aft­ur af eft­ir­spurn­arþrýst­ingi á kom­andi miss­er­um. Að teknu til­liti til hagsveiflu fel­ur vænt af­koma rík­is­sjóðs í ár og frum­varp til fjár­laga 2016 hins veg­ar í sér slök­un á aðhaldi í rík­is­fjár­mál­um sem að óbreyttu kall­ar á meira pen­inga­legt aðhald en ella.

Bindiskylda auk­in í 4%

„Pen­inga­stefnu­nefnd hef­ur ákveðið að auka bindiskyldu úr 2% í 4% frá og með næsta bindiskyldu­tíma­bili sem hefst 21. októ­ber nk. Er það gert til þess að auðvelda Seðlabank­an­um stýr­ingu á lausu fé í um­ferð í fram­haldi af mikl­um gjald­eyri­s­kaup­um bank­ans að und­an­förnu og í tengsl­um við upp­gjör slita­búa gömlu bank­anna og útboð sem áformað er í því skyni að leysa út eða binda svo­kallaðar af­l­andskrón­ur. Nýj­ar regl­ur um bindiskyldu verða send­ar í dag til birt­ing­ar í Stjórn­artíðind­um,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu.

Eitt af helstu stjórn­tækj­um Seðlabank­ans við stýr­ingu pen­inga­magns er bindiskylda. Hún fel­ur í sér að ákveðið hlut­fall af ráðstöf­un­ar­fé inn­láns­stofn­ana er geymt á sér­stök­um viðskipta­reikn­ingi í Seðlabanka og er bundið fé annaðhvort vaxta­laust eða ber lægri vexti en út­lán banka.

mbl.is