Fimm menn voru dæmdir til dauða í Indlandi í dag fyrir að hafa tekið þátt í sprengjutilræði í Mumbai árið 2006. Tæplega 200 manns fórust en mennirnir höfðu komið nokkrum sprengjum fyrir í lestakerfi borgarinnar.
Sjö voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að sprengjutilræðunum en mennirnir tólf voru allir dæmdir fyrir morð, samsæri og stríðs gegn landinu með því að fremja árás sem kostaði 189 lífið og særði yfir 800.
Mennirnir ætla allir að áfrýja dómsniðurstöðunni en þeir segjast hafa verið þvingaðir til að játa. Sjö sprengjur sprungu í neðanjarðarlestum borgarinnar á stuttum tíma síðdegis þegar allir vagnar þeirra voru yfirfullir af fólki á heimleið úr vinnu. Sprengjunum hafði verið komið fyrir í pottum sem voru töskum földum undir dagblöðum og regnhlífum í lestarvögnunum. Alls voru 30 ákærðir fyrir aðild að tilræðunum, þar á meðal 13 Pakistanar og fjórir Indverjar sem enn hefur ekki tekist að handtaka.
Saksóknarar segja ástæðuna fyrir tilræðinu vera hefnd vegna óeirða í Gujarat ríki árið 2002 þar sem yfir tvö þúsund létust, flestir múslímar.