Fyrirheitin hrökkva ekki til

Kolaorkuver í Suður-Afríku. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum þarf að minnka …
Kolaorkuver í Suður-Afríku. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum þarf að minnka hratt og stöðvast í náinni framtíð til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytingar. AFP

Þau mark­mið sem ríki heims hafa sett sér um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda fram að þessu þýða að hnatt­ræn hlýn­un stefn­ir í 2,7°C sem er vel yfir yf­ir­lýstu mark­miði þeirra sem samþykkt hef­ur verið á vett­vangi Sam­einuðu þjóðanna. Íslend­ing­ar hafa enn ekki til­kynnt um sitt mark­mið.

Sam­kvæmt nýrri grein­ingu Clima­te Acti­on Tracker (CAT), sem er tól sem nokkr­ar rann­sókn­ar­stofn­an­ir hafa út­búið til að reikna út áhrif lofts­lagsaðgerða á vænta hlýn­un jarðar, stefn­ir í að hnatt­ræn hlýn­un muni nema 2,7°C miðað við tíma­bilið fyr­ir iðnbylt­ingu miðað við þær aðgerðir sem þegar hafa verið boðaðar. Það er 0,7°C yfir yf­ir­lýstu mark­miði þjóða heims um að nauðsyn­legt sé að halda hlýn­un­inni inn­an við 2°C til þess að forðast verstu af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­ing­anna.

Óform­leg­ur frest­ur sem þjóðir heims hafa til að skila inn svo­nefnd­um lands­mark­miðum sín­um fyr­ir árin 2025 og 2030 fyr­ir loft­lags­fund SÞ sem fer fram í Par­ís í des­em­ber renn­ur út í dag. Um 140 ríki sem standa fyr­ir um 80% af los­un manna á gróður­húsaloft­teg­und­um sem valda lofts­lags­breyt­ing­um hafa þegar skilað inn sín­um mark­miðum, þar á meðal Banda­rík­in, Kína og Evr­ópu­sam­bandið.

Á ann­an tug millj­arða tonna vant­ar upp á

Til þess að ná mark­miðinu um að tak­marka hlýn­un við 2°C þyrfti los­un­in að vera 11-13 millj­örðum tonna af kolt­ví­sýr­ingsí­gild­um minni árið 2025 en ríki heims hafa lýst yfir og 15-17 millj­örðum tonna minni árið 2030. Um þess­ar mund­ir losa jarðarbú­ar um 48 millj­arða tonna kolt­ví­sýr­ingsí­gilda á ári. Miðað við þær aðgerðir sem hafa verið boðaðar verður los­un­in 52-54 millj­arðar tonna árið 2025 og 54-55 millj­arðar tonna árið 2030.

Bill Hare, einn þeirra sem starfa við CAT, seg­ir við AFP-frétta­stof­una að ólík­legt sé að fram­lög þeirra landa sem enn hafa ekki inn skilað inn mark­miðum sín­um muni verða til þess að 2°C mark­miðið ná­ist. Hlýn­un­in sem vænta má miðað við þær for­send­ur sem þjóðir heims skila nú er engu að síður 0,4°C lægri en síðast þegar CAT tók sam­an áhrif þeirra loft­lagsaðgerða sem höfðu verið boðaðar þá.

Íslensk stjórn­völd hafa enn ekki til­kynnt hversu mikið þau muni draga úr los­un á gróður­húsaloft­teg­und­um fyr­ir lofts­lags­fund­inn í des­em­ber. Þau hafa aðeins greint frá því að þau ætli að taka þátt í sam­eig­in­legu mark­miði Evr­ópu­sam­bands­landa um 40% sam­drátt los­un­ar og skilað því inn sem lands­mark­miði sínu. Ekki hef­ur hins veg­ar verið til­greint að hversu mikið Ísland muni leggja af mörk­um til þess. Formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands í lofts­lags­mál­um sagði við mbl.is í sum­ar að ósenni­legt væri að fram­lag Íslands lægi fyr­ir áður en fund­ur­inn í Par­ís fer fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina