Mikið tekjutap í makríl

Uppsjávarskipið Aðalsteinn Jónsson fra Eskifirði að makrílveiðum á nýliðinni vertíð. …
Uppsjávarskipið Aðalsteinn Jónsson fra Eskifirði að makrílveiðum á nýliðinni vertíð. Útlit er fyrir að dregið verði úr veiðum á næsta ári. Ljósmynd/Viðar Sigurðsson

Verði veiðar Íslend­inga á mak­ríl á næsta ári í sam­ræmi við ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins, ICES, og hlut­fall Íslend­inga af heild­inni óbreytt hef­ur það mikið tekjutap í för með sér.

Veru­leg­ur sam­drátt­ur er lagður til í mak­ríl­veiðum og gæti út­flutn­ings­verðmæti í mak­ríl minnkað um 6,3 millj­arða króna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­tök­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Útflutn­ings­verðmæti í kol­munna gæti minnkað um 570 millj­ón­ir króna, en auk­ist í norsk-ís­lenskri síld um 760 millj­ón­ir, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: