Ekki hægt að misskilja ráðherrann

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, virtist marka nýja loftslagsstefnu í ræðu …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, virtist marka nýja loftslagsstefnu í ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum á dögunum.

Það ligg­ur ljóst fyr­ir hvað for­sæt­is­ráðherra sagði um lofts­lags­mál hjá Sam­einuðu þjóðunum og ekki var hægt að mis­skilja það, að sögn Árna Finns­son­ar, for­manns Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands. Ráðherr­ann sakaði Árna um að hafa „gert sér upp mis­skiln­ing“ um orð sín. Árni seg­ir málið ekki auka traust á stefnu Íslands.

Í ræðu á leiðtoga­fundi aðild­ar­ríkja Sam­einuðu þjóðanna í New York um þar síðustu helgi sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, að Ísland hefði ný­lega „heitið 40% sam­drætti á los­un gróður­húsaloft­teg­unda fyr­ir árið 2030“. Þau orð vöktu nokkra at­hygli þar sem ís­lensk stjórn­völd höfðu fram að því aðeins lýst því yfir að þau myndu eiga sam­starf við Evr­ópu­sam­bandið um að ná sam­eig­in­lega 40% sam­drætti í los­un og að samið yrði síðar um „sann­gjarna hlut­deild“ Íslands í því mark­miði.

Enga fyr­ir­vara í þá veru var hins veg­ar að finna í ræðu for­sæt­is­ráðherra. Árni fagnaði því orðum ráðherr­ans sem stefnu­breyt­ingu. Aðstoðarmaður ráðherra bar hins veg­ar fljótt til baka að Sig­mund­ur Davíð hafi átt við að Ísland myndi draga úr sinni los­un um 40%, eins og Norðmenn hafa ein­hliða ákveðið að gera.

Skrýtið að hjóla í al­manna­sam­tök úr ræðustól Alþing­is

Í svari við fyr­ir­spurn á Alþingi um málið í gær gagn­rýndi Sig­mund­ur Davíð svo Árna fyr­ir að „gera sér upp mis­skiln­ing“ um það. Full­yrti hann að eng­inn sem viðstadd­ur var fund­inn í New York hafi mis­skilið orð sín um los­un­ar­mark­mið Íslands.

„Það er svo­lítið skrýtið að ráðherra hjóli í al­manna­sam­tök úti í bæ úr ræðustóli Alþing­is. Hann er svo sem ekk­ert að skýra þetta efn­is­lega. Það ligg­ur ljóst fyr­ir hvað hann sagði. Það var ekk­ert hægt að mis­skilja það,“ seg­ir Árni, spurður út í þessi orð for­sæt­is­ráðherra.

Hann bend­ir á að Gunn­ar Bragi Sveins­son, ut­an­rík­is­ráðherra og flokks­bróðir for­sæt­is­ráðherra, hafi í ræðu á alls­herj­arþingi SÞ einnig minnst á los­un­ar­mark­mið Íslands en þá með þeim fyr­ir­vara að það væri í sam­floti við önn­ur Evr­ópu­lönd.

„Svo ein­kenni­legt sem það er þá fer Gunn­ar Bragi rétt með en seg­ir ekki hvert mark­mið Íslands er en for­sæt­is­ráðherr­ann seg­ir hvert mark­miðið er en fer ekki rétt með,“ seg­ir Árni.

Vegi orð sín hjá SÞ á gull­skál

For­sæt­is­ráðherra get­ur ekki borið fyr­ir sig að ræðu hans hjá SÞ hafi þurft að skilja í sam­hengi við starf sem hafði farið fram á fund­in­um áður, að mati Árna.

„Það er alla jafna þannig þegar ráðamenn tala hjá Sam­einuðu þjóðunum fyr­ir hönd Íslands verða menn að vega sín orð á gull­skál vegna þess að það má ekk­ert fara á milli mála hver stefna Íslands er. Hún er ekki al­veg á hreinu. Er­lend sendi­ráð á Íslandi hljóta að fylgj­ast með þessu til dæm­is,“ seg­ir Árni.

Sig­mund­ur Davíð sagði einnig á Alþingi í gær að eng­in þjóð stæði sig bet­ur í um­hverf­is­mál­um en Íslend­ing­ar og því hl­ustuðu aðrar þjóðir þegar þeir ræða þau.

„Þetta er nú ekki til þess fallið að auka traust á stefnu Íslands,“ seg­ir Árni.

Orðrétt sagði Sig­mund­ur Davíð í ræðu sinni á ensku:

[...]  I am optim­istic that we will see an excell­ent result from COP21, indeed Ice­land recently pled­ged a 40% reducti­on of green­hou­se gas em­issi­ons by 2030.

Ræða for­sæt­is­ráðherra hjá Sam­einuðu þjóðunum

Ræða ut­an­rík­is­ráðherra á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna

Fyrri frétt­ir mbl.is:

Eng­inn í New York mis­skildi Sig­mund

„Af­drátt­ar­laus­ari um minni los­un“

40% með Evr­ópu­sam­band­inu

Ekki inni­stæða fyr­ir yf­ir­lýs­ing­unni

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.
mbl.is