Ótvíræður lagagrundvöllur ekki til staðar

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Umboðsmaður Alþing­is seg­ir að ótví­ræður laga­grund­völl­ur hafi ekki verið til staðar þegar verk­efni Seðlabanka Íslands á sviði um­sýslu og fyr­ir­svara til­tek­inna krafna og annarra eigna bank­ans voru færð til einka­hlut­fé­lags í eigu bank­ans (Eigna­safn SÍ) í lok árs 2009.

Þetta kem­ur fram í bréfi sem Tryggvi Gunn­ars­son, umboðsmaður Alþing­is, sendi fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, bankaráði Seðlabanka Íslands, seðlabanka­stjóra og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is í síðustu viku. Hann gerði þar grein fyr­ir at­hug­un sem hann hafi unnið að á síðustu árum vegna atriða tengd­um at­hug­un­um og rann­sókn­um Seðlabanka Íslands vegna gruns um brot á regl­um um gjald­eyr­is­höft.

Í bréf­inu var einnig fjallað um laga­grund­völl fyr­ir flutn­ingi verk­efna á sviði um­sýslu og sölu eigna sem Seðlabank­inn hef­ur farið með frá ár­inu 2008 vegna fyr­ir­greiðslu við fjár­mála­fyr­ir­tæki og falls þeirra. Bréfið má lesa hér.

Borist ábend­ing­ar og kvart­an­ir vegna starfs­hátta Seðlabank­ans

Fram kom í Morg­un­blaðinu í dag, að það sé mat Heiðars Guðjóns­son­ar fjár­fest­ist að ráðstöf­un ESÍ á eign­um fyr­ir hundruð millj­arða kunni að vera í upp­námi kjöl­far álits umboðsmanns Alþing­is. Heiðar tel­ur álit umboðsmanns á embætt­is­færsl­um Seðlabank­ans í Sjóvar­mál­inu fera sig­ur fyr­ir sinn málstað

Í til­kynn­ingu seg­ir að Umboðsmanni Alþing­is hafi á síðustu árum borist ýms­ar ábend­ing­ar og kvart­an­ir vegna starfs­hátta Seðlabanka Íslands. Þetta varð embætt­inu til­efni til þess að taka það til at­hug­un­ar hvort rétt væri að ráðast í form­lega frum­kvæðis­at­hug­un.

Hann bend­ir á, að mögu­leik­ar embætt­is­ins til að sinna frum­kvæðismál­um frá og með ár­inu 2011 hafi verið mjög tak­markaðir vegna fjölg­un­ar kvart­ana og ekki sé að sjá að úr ræt­ist á næst­unni. Í ljósi þessa ákvað Tryggvi að gera þeim stjórn­völd­um sem fara með fram­kvæmd þess­ara mála grein fyr­ir því sem fram hefði komið við at­hug­un hans á þess­um mál­um með bréfi, og setja fram til­tekn­ar ábend­ing­ar um að bet­ur verði hugað að ein­stök­um þátt­um þeirra, í stað þess að ljúka at­hug­un­inni með form­legri frum­kvæðis­at­hug­un og bein­um til­mæl­um.

Vandi bet­ur til laga­setn­ing­ar

„Af hálfu umboðsmanns er þessi leið far­in til þess að ábend­ing­ar hans geti komið til skoðunar við hugs­an­leg­ar laga­breyt­ing­ar, svo sem við end­ur­skoðun á lög­um um Seðlabanka Íslands sem nú er unnið að, og breyt­ing­ar á starfs­hátt­um stjórn­valda. Í bréf­inu árétt­ar umboðsmaður einnig að þess verði gætt í framtíðinni að vanda bet­ur til laga­setn­ing­ar um sam­bæri­leg mál, sér­stak­lega um fram­setn­ingu refsi­heim­ilda og þar með um grund­völl at­hug­ana og rann­sókna stjórn­valda þegar grun­ur vakn­ar um brot sem sætt geta viður­lög­um,“ seg­ir á vef umboðsmanns.

Í bréf­inu sem Tryggvi sendi ráðherra, bankaráði, seðlabanka­stjóra og stjórn­skip­un­ar­nefnd þings­ins, er vikið að flutn­ingi verk­efna Seðlabank­ans við um­sýslu og sölu eigna til einka­hluta­fé­lags (ESÍ) í eigu bank­ans og þeim laga­heim­ild­um sem bank­inn hafði byggt á í því sam­bandi. 

Til­efni at­hug­un­ar umboðsmanns á þess­um þætti voru m.a. ábend­ing­ar um að þeir sem komið hefðu fram fyr­ir hönd bank­ans/​einka­hluta­fé­lags hans hefðu gert það með áþekk­um hætti og um væri að ræða einkaaðila en ekki rík­is­stofn­un.

Skýr­ing­ar bank­ans um laga­heim­ild ófull­nægj­andi

„Er það afstaða umboðsmanns að skýr­ing­ar bank­ans um laga­heim­ild til flutn­ings verk­efn­anna hafi ekki verið full­nægj­andi. Umboðsmaður legg­ur áherslu á að auk þess sem full­nægj­andi laga­heim­ild þurfi að vera fyr­ir hendi til slíks flutn­ings op­in­berra verk­efna frá rík­is­stofn­un sé líka mik­il­vægt að þeir starfs­menn sem fjalli um þessi mál, viðsemj­end­ur um þess­ar eign­ir og kröf­ur og al­menn­ir borg­ar­ar séu ekki í vafa um eft­ir hvaða regl­um, svo sem um meðferð valds og upp­lýs­inga, hæfi og málsmeðferð að öðru leyti, eigi að fara í þess­um til­vik­um,“ seg­ir umboðsmaður. 

Í bréf­inu seg­ir orðrétt: „Ég fæ ekki séð að ótví­ræður laga­grund­völl­ur hafi verið til staðar þegar verk­efni Seðlabanka Íslands á sviði um­sýslu og fyr­ir­svara til­tek­inna krafna og annarra eigna bnk­ans voru færð til einka­hluta­fé­lags í eigu bank­ans.“

mbl.is