Batnar ekki við að bent sé á annað verra

Með því að fylla aftur upp í skurði sem grafnir …
Með því að fylla aftur upp í skurði sem grafnir voru til að þurrka upp mýrar má endurheimta votlendi og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. mbl.is/RAX

Ísland þarf eins og önn­ur ríki að draga úr los­un á gróður­húsaloft­teg­und­um frá bíl­um þrátt fyr­ir að stærsti hluti los­un­ar­inn­ar hér komi frá fram­ræstu landi, að mati sér­fræðinga og nátt­úru­vernd­arsinna. Það séu ekki rök gegn því að draga úr los­un bíla að benda á eitt­hvað annað verra.

Sig­ríður Á. And­er­sen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, legg­ur til að græn­ir skatt­ar á bíla og eldsneyti, eins og kol­efn­is­gjald, sem ætlað hef­ur verið að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni verði felld­ir niður á Íslandi í grein sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag. Vís­ar hún meðal ann­ars til þess að þegar búið sé að taka til­lit til los­un­ar sem hlýst af fram­ræstu landi sé los­un frá fólks­bíl­um aðeins lítið brot af heild­ar­los­un Íslands.

Rétt er að stærsti ein­staki los­un­ar­vald­ur gróður­húsaloft­teg­unda á Íslandi er rotn­andi mýr­ar­jarðveg­ur þar sem land hef­ur verið ræst fram, þrátt fyr­ir að sú los­un falli ekki und­ir Kyoto-bók­un­ina. Sér­fræðing­ar sem mbl.is hef­ur rætt við í dag og formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands geta hins veg­ar ekki fall­ist á að það geti rétt­lætt að hætt verði að reyna að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá bílaum­ferð eins og þingmaður­inn virðist boða.

Stærsti ein­staki þátt­ur­inn, en utan Kyoto

Þegar skurðir eru grafn­ir til þess að ræsa fram land þorn­ar mýr­ar­jarðveg­ur og byrj­ar að rotna. Þá losna gróður­húsaloft­teg­und­ir út í loft­hjúp­inn þar sem þær stuðla að hnatt­rænni hlýn­un. Þessi los­un frá fram­ræstu landi fell­ur ekki und­ir Kyoto-bók­un­ina sem flest ríki heims vinna nú eft­ir til þess að draga úr los­un sinni á gróður­húsaloft­teg­und­um. Íslend­ing­ar fengu því hins veg­ar fram­gengt á vett­vangi lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna end­ur­heimt vot­lend­is yrði tæk aðferð til að draga úr los­un.

Í kjöl­farið voru lagðar fram leiðbein­ing­ar um hvernig haldið skyldi utan um bók­haldið um end­ur­heimt vot­lend­is. Þannig geta ríki annað hvort notað eig­in rann­sókn­ir á los­un­inni eða stuðst við los­un­arstuðla lofts­lags­samn­ings­ins sem sér­sniðnir eru fyr­ir hvert lofts­lags­belti.

Að sögn Hlyns Óskars­son­ar, sér­fræðings hjá Land­búnaðar­há­skóla Íslands sem vinn­ur að rann­sókn­um á kol­efn­is­hringrás­um gróður­lend­is, hef­ur los­un frá fram­ræstu landi á Íslandi mælst allt frá því að vera nokkuð minni en stuðull lofts­lags­samn­ings­ins og upp í að vera nokkuð hærri. Óháð því hvort viðmiðið sé notað sé los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá fram­ræstu landi stærsti ein­staki þátt­ur­inn í los­un Íslands.

Sú los­un er hins veg­ar ekki tal­in með í Kyoto-samn­ingn­um þar sem fram­ræs­ing­in á Íslandi átti sér stað að lang­mestu leyti fyr­ir árið 1990, viðmiðun­ar­ár samn­ings­ins um sam­drátt í los­un.

Vill­andi sam­an­b­urður, að sögn ráðuneyt­is

Í grein sinni legg­ur Sig­ríður ætlaða los­un frá fram­ræstu landi miðað við stuðla lofts­lags­samn­ings­ins sam­an við þá los­un sem gef­in er upp sam­kvæmt Kyoto-bók­un­inni fyr­ir árið 2012. Henn­ar niðurstaða er að los­un frá fólks­bíl­um sé aðeins tæp­lega 4% af þess­ari sam­an­lögðu heild­ar­los­un Íslands. Sú tala er hins veg­ar um 5% þegar litið er til bíla­sam­gangna al­mennt.

Þegar litið er til þeirr­ar los­un­ar sem Ísland gef­ur upp á grund­velli Kyoto var hlut­fall sam­gangna hins veg­ar 38,7% af heild­ar­los­un­inni árið 2012, án stóriðju. Los­un­in frá stóriðjunni fell­ur und­ir sam­eig­in­legt viðskipta­kerfi Evr­ópu­landa og sam­drátt­ur á los­un frá henni því ekki á for­ræði ís­lenskra stjórn­valda einna.

Sam­an­b­urður Sig­ríðar miðast einnig við los­un­ina með stóriðjunni. Sé hún dreg­in frá er los­un­in 4,2% frá fólks­bíl­um og rétt tæp 6% frá allri bílaum­ferð miðað við for­send­ur þing­manns­ins.

Í svari um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn Sig­ríðar sem hún bygg­ir grein sína á seg­ir hins veg­ar strax í byrj­un að vill­andi geti verið að birta upp­lýs­ing­ar um los­un frá fram­ræstu landi og bera sam­an við los­un frá öðrum upp­sprett­um eins og bruna á jarðefna­eldsneyti án skýr­inga.

Verði ekki gert til að halda áfram að keyra bens­ín­bíla

Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, tek­ur und­ir það og seg­ir að sam­an­b­urður þing­manns­ins sé ekki viðeig­andi, meðal ann­ars vegna þess að hann byggi ekki á skuld­bind­ing­um Íslands sam­kvæmt Kyoto-bók­un­inni. Þar er Ísland skuld­bundið til að draga úr los­un og sá sam­drátt­ur miðist ekki við los­un að viðbættri þeirri sem hlýst af fram­ræstu landi.

„Á hinn bóg­inn ef það gef­ur góða raun að moka ofan í þessa skurði er sjálfsagt að gera það. Þetta er ódýr og fær aðferð. Maður á hins veg­ar ekki að gera það vegna þess að maður vill halda áfram að keyra bens­ín­bíla sem losa mikið,“ seg­ir Árni.

Sára­lítið hafi hins veg­ar verið gert til að end­ur­heimta vot­lendi. Ísland þurfi eins og all­ir aðrir að draga úr los­un bíla. Sig­ríður leggi held­ur alls ekki til í grein sinni að end­ur­heimta ætti vot­lendi til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

„Ég held að við verðum að leita allra leiða, eins og all­ar aðrar þjóðir, til að draga úr los­un frá sam­göng­um,“ seg­ir Árni.

Út í hött að rjúka ein­göngu í end­ur­heimt vot­lend­is

Hlyn­ur hjá Land­búnaðar­há­skól­an­um seg­ir einnig sjálfsagt að vinna að end­ur­heimt vot­lend­is á Íslandi til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Það hafi einnig aðra kosti í för með sér. Til dæm­is tap­ist vatns­temprun lands­lags­ins við fram­ræs­ingu lands. Mýr­ar viðhaldi stöðugu rennsli í ám lands­ins og þær séu mik­il­væg­ar fjöl­breyti­leika líf­rík­is­ins. Það ætti hins veg­ar ekki að vera eina fram­lag Íslands.

„Gagn­vart lofts­lags­samn­ingn­um fynd­ist mér út í hött að rjúka bara af stað og end­ur­heimta vot­lendi af því að það er stærsti póst­ur­inn. Það er líka heil­mikið mál að snúa því öllu við. Þó að það sé auðvelt að end­ur­heimta vot­lendi í sjálfu sér þá þyrft­um við að end­ur­heimta mjög stórt svæði. Við ger­um það ekk­ert einn, tveir og þrír. Við þurf­um líka að nýta landið,“ seg­ir hann.

Það sýni mun meiri ábyrgð og væri mun meira sann­fær­andi aðgerðapakki að hafa mark­mið um að draga úr los­un í öll­um flokk­um lofts­lags­samn­ings­ins, þar á meðal bíla­flot­ans, að mati Hlyns.

„Mér fynd­ist það óskap­lega ódýrt að stökkva bara á þenn­an vagn, þó að ég sé því mjög fylgj­andi því að end­ur­heimta vot­lendi,“ seg­ir hann.

Ann­ar sér­fræðing­ur sem mbl.is ræddi við í dag sagði að rök væru fyr­ir því að telja los­un frá fram­ræstu landi með í los­un­ar­bók­haldi Íslands en benti á óvissu um við hvað ætti að miða. Vísaði hann þar til mis­ræm­is á milli mældr­ar los­un­ar og stuðla lofts­lags­samn­ings­ins. Þá væri ekki hægt að bera blak af los­un bíla með því að benda á eitt­hvað annað verra.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill fella niður gjöld á …
Sig­ríður Á. And­er­sen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, vill fella niður gjöld á bíla og eldsneyti.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.
Hlynur Óskarsson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Hlyn­ur Óskars­son, sér­fræðing­ur hjá Land­búnaðar­há­skóla Íslands.
mbl.is