Nýjustu losunartölurnar þriggja ára

Stóriðja er mesti losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Álver Alcoa Fjarðaáls …
Stóriðja er mesti losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði losar um hálfa milljón tonna af koltvísýringi á hverju ári.

Taf­ir hafa orðið á því að Evr­ópu­lönd skili inn töl­um um los­un sína á gróður­húsaloft­teg­und­um vegna vand­ræða með sam­eig­in­legt evr­ópskt skila­kerfi fyr­ir lofts­lags­samn­ing Sam­einuðu þjóðanna. Töl­un­um átti að skila í apríl en frest­ur til þess var fram­lengd­ur til loka þessa mánaðar. Fyr­ir vikið eru nýj­ustu töl­ur um los­un Íslands sem liggja fyr­ir þriggja ára gaml­ar.

Á hverju ári eiga ríki heims að skila töl­um um los­un sína á gróður­húsaloft­teg­und­um frá ár­inu þar á und­an. Nú í vor átti að skila inn töl­um fyr­ir árið 2013 en seink­un hef­ur hins veg­ar orðið á því hjá öll­um Evr­ópuþjóðum. Að sögn Þor­steins Jó­hanns­son­ar, sér­fræðings hjá Um­hverf­is­stofn­un, er vand­ræðum með sam­eig­in­legt skila­kerfi sem Evr­ópu­lönd komu sér upp um að kenna.

„Við erum í sjálfu sér kom­in með þess­ar töl­ur en þegar við skil­um inn í þessu skila­for­riti er fram­kvæmt sjálf­virkt villutékk. Þetta eru þúsund­ir talna svo við höf­um verið hik­andi við að gefa þær út sem bráðabirgðatöl­ur sem gætu þá kannski breyst. Við höf­um enn sem komið er verið með 2012-töl­urn­ar sem nýj­ustu töl­ur,“ seg­ir Þor­steinn.

Sam­göng­ur menga mest á eft­ir stóriðjunni

Fram­lengd­ur frest­ur vegna vand­ræðanna renn­ur út 30. októ­ber og seg­ir Þor­steinn að töl­urn­ar um los­un Íslands á gróður­húsaloft­teg­und­um árið 2013 verði birt­ar op­in­ber­lega fljót­lega í kjöl­far þess. Í gróf­um drátt­um séu eng­ar stór­ar breyt­ing­ar á milli ár­anna 2012 og 2013, aðeins sveifl­ur upp og niður í ein­staka flokk­um.

Nettó­los­un Íslands á gróður­húsaloft­teg­und­um nam rúm­um 4,2 millj­ón­um tonn­um kolt­ví­sýr­ingsí­gilda árið 2012 sem var svipað og árin tvö á und­an. Lang­stærsti hluti los­un­ar­inn­ar var til­kom­inn vegna stóriðju en þar á eft­ir komu sam­göng­ur, land­búnaður og sjáv­ar­út­veg­ur.

Nú fell­ur los­un frá stóriðju hins veg­ar und­ir sam­eig­in­legt viðskipta­kerfi Evr­ópu­ríkja með los­un­ar­heim­ild­ir og sam­drátt­ur á þeirri los­un er því á sam­evr­ópskri ábyrgð. Sam­göng­ur eru því stærsti ein­staki þátt­ur­inn þar sem ís­lensk stjórn­völd hafa á for­ræði sínu að draga úr út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni. 

mbl.is