Vettvangur hlutlausrar umræðu

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson Styrmir Kári

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti, sagði marg­vís­leg og stór tæki­færi fal­in í því að litið sé á Ísland sem hlut­laus­an vett­vang mál­efna­legr­ar umræðu um mál­efni norður­slóða. Ráðstefn­an Arctic Circle verður hald­in í Reykja­vík 16.-18. októ­ber og sagði Ólaf­ur von á um tvö þúsund manns frá fjöl­mörg­um lönd­um, þar með töld­um þjóðhöfðingj­um.

Þetta sagði Ólaf­ur í þætti Sig­ur­jóns M. Eg­ils­son­ar, Sprengisandi, í morg­un.

Ólaf­ur sagði ráðstefn­una vera hugsaða sem lýðræðis­leg­an og op­inn vett­vang en ekki lokaða for­rétt­inda­sam­komu. Mik­il­vægt væri að byggja all­ar ákv­arðanir á norður­slóðum á vís­inda­leg­um grunni og taka þar ábyrga af­stöðu en Ólaf­ur sagði mik­il bein og óbein tæki­færi fel­ast í framþróun á norður­slóðum fyr­ir Íslend­inga.

„Þessi mál­efni skipta miklu máli fyr­ir framtíð jarðar­inn­ar en kjarn­inn í þess­ari sam­komu er að þangað koma all­ir og þarna fer fram þverfag­leg umræða.“ Þá sagði Ólaf­ur von á sendi­nefnd­um frá bæði Kína og Þýskalandi sem hafi umboð til þess að svara spurn­ing­um.

Hægt er að skrá sig á ráðstefn­una og leita frek­ari upp­lýs­inga á síðunni arcticcircle.org

mbl.is