Vill meiri olíu til að borga loftslagsaðgerðir

Loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á Alaska eins og aðrar norðlægar …
Loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á Alaska eins og aðrar norðlægar slóðir. AFP

Rík­is­stjóri Alaska-rík­is í Banda­ríkj­un­um. Bill Wal­ker, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­um lofts­lags­breyt­inga á ríkið sem þýða að flytja þarf íbúa í af­skekkt­um þorp­um bú­ferla­flutn­ing­um. Eina lausn­in sem hann sér á fjár­mögn­un slíkra aðgerða er að bora eft­ir sömu ol­í­unni og veld­ur lofts­lags­breyt­ing­un­um.

Hækk­andi yf­ir­borð sjáv­ar þýðir að sum þorp í af­skekkt­um hlut­um Alaska eins og í Ki­val­ina þurfa að yf­ir­gefa heim­ili sín vegna ágangs sjáv­ar. Slík­ar aðgerðir eru kostnaðarsam­ar en fjár­hag­ur hef­ur þrengst und­an­far­in ár. Alaska er eina ríki Banda­ríkj­anna sem legg­ur hvorki á tekju- eða sölu­skatt held­ur fjár­magn­ar sig nær ein­göngu með gjöld­um á olíu- og gas­vinnslu. Nær helm­ings­lækk­un á verði hrá­ol­íu síðasta árið hef­ur því verið rík­inu reiðarslag.

Þær lofts­lags­breyt­ing­ar sem nú eiga sér stað á jörðinni eru fyrst og fremst af völd­um los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­unda með bruna á jarðefna­eldsneyti eins og olíu, kol­um og gasi. Þrátt fyr­ir það seg­ir Wal­ker að til þess að bregðast við áhrif­um lofts­lags­breyt­inga á Alaska þurfi að bora eft­ir meiri olíu.

„Við eig­um við tölu­verðan fjár­hags­vanda að stríða. Við erum með þorp sem er að skola í burt vegna breyt­inga á lofts­lag­inu,“ seg­ir Wal­ker við breska rík­is­út­varpið BBC.

Fréttamaður BBC spurði hann þá hvort að frek­ari olíu­bor­an­ir myndu hjálpa til við að borga fyr­ir að aðstoða þorp í þess­ari stöðu.

„Al­ger­lega, á ábyrg­an hátt eins og við höf­um gert áður,“ seg­ir Wal­ker sem vill að borað verði á smá­um hluta vernd­un­ar­svæðis dýra­lífs á Norður­skauti í rík­inu.

Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar og frum­byggj­ar á svæðinu eru ein­arðlega á móti olíu­leit og vinnslu á vernd­ar­svæðinu og telja hug­mynd­ir rík­is­stjór­ans „grunn­færn­is­leg­ar“.

„Þetta er ekki eitt­hvað sem rík­in munu taka á upp á eig­in spýt­ur. Al­rík­is­stjórn­in mun hjálpa til en við þurf­um virki­lega stærri lausn­ir til þess að taka á lofts­lags­breyt­ing­um bæði sem ríki og þjóð,“ seg­ir Lois Ep­stein frá nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­un­um Wilder­ness Society. 

Frétt BBC af hug­mynd­um rík­is­stjór­ans í Alaska

mbl.is