Solberg vill kolefnisgjald á heimsvísu

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. AFP

Kol­efn­is­gjald hef­ur verið lyk­ilþátt­ur í að drífa áfram þróun á lofts­lagsvænni tækni, að mati Ernu Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs þar sem slíkt gjald hef­ur verið inn­heimt í 26 ár. Hún vill að ríki heims taki upp kol­efn­is­gjald og dragi úr niður­greiðslum á jarðefna­eldsneyti.

Á ráðstefnu á veg­um norsk-breska viðskiptaráðsins í London í dag sagði Sol­berg að hlut­verk stjórn­valda að tryggja stöðuga stefnu til að gera fyr­ir­tækj­um kleift að fjár­festa í lág­kol­efna­tækni. Sam­vinnu þurfi til þess að taka á lofts­lags­breyt­ing­um sem nú verða á jörðinni vegna los­un­ar á gróður­húsaloft­teg­und­um.

Sol­berg sagði að kol­efn­is­gjald væri mik­il­væg­ur þátt­ur til að tryggja stöðugt fjár­fest­ing­ar­um­hverfi fyr­ir hreina tækni og kallaði eft­ir því að aðild­ar­ríki Sam­einuðu þjóðanna kæmu sér sam­an um kol­efn­is­gjald fyr­ir alla heims­byggðina á lofts­lag­fund­in­um sem fer fram í Par­ís í des­em­ber.

„Nor­eg­ur hef­ur haft kol­efn­is­gjald í lengri tíma. Það hef­ur ekki hægt á iðnþróun. Þvert á móti hef­ur það hvatt til nýj­unga og þró­un­ar lausna sem draga úr los­un og rekstr­ar­kostnaði. Ef það hef­ur ein­hvern tím­ann verið tími til þess að leggja gjald á kol­efn­is­los­un og að fjar­lægja niður­greiðslur á jarðefna­eldsneyti í áföng­um á heimsvísu þá er það núna,“ sagði norski for­sæt­is­ráðherr­ann.

Frétt The Guar­di­an

mbl.is