Mál Seðlabankans tekið föstum tökum

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is/Ómar Óskarsson

Umboðsmaður Alþing­is fór yfir er­indi sitt um Seðlabanka Íslands á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is í morg­un. Ögmund­ur Jónas­son, formaður nefnd­ar­inn­ar, seg­ir að málið verði tví­mæla­laust tekið föst­um tök­um en nefnd­in mun gefa sér góðan tíma til yf­ir­ferðar.

Aðspurður um tím­aramma bend­ir Ögmund­ur á að umboðsmaður hafi gefið stjórn­sýsl­unni frest fram í apríl til þess að bregðast við en ein­hverra viðbragða frá stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd má vænta inn­an fárra vikna. 

Þá seg­ir hann eðli­legt að nefnd­in aðhaf­ist lítið þar til full­trú­ar Seðlabank­ans og Stjórn­ar­ráðsins hafi farið yfir er­indið. „Ég geri ráð fyr­ir að við mun­um halda þessi máli gang­andi og vak­andi þar til niðurstaða hef­ur feng­ist,“ seg­ir Ögmund­ur í sam­tali við mbl.

Ótví­ræður laga­grund­völl­ur ekki til staðar

Tryggvi Gunn­ars­son, umboðsmaður Alþing­is, sendi fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, bankaráði Seðlabanka Íslands, seðlabanka­stjóra og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is bréf hinn 2. októ­ber sl. þar sem gerð var grein fyr­ir at­hug­un sem hann hef­ur unnið að á síðustu árum vegna atriða tengd­um at­hug­un­um og rann­sókn­um Seðlabanka Íslands vegna gruns um brot á regl­um um gjald­eyr­is­höft.

Í bréf­inu var einnig fjallað um laga­grund­völl fyr­ir flutn­ingi verk­efna á sviði um­sýslu og sölu eigna sem Seðlabank­inn hef­ur farið með frá ár­inu 2008 vegna fyr­ir­greiðslu við fjár­mála­fyr­ir­tæki og falls þeirra.

Umboðsmaður seg­ir að ótví­ræður laga­grund­völl­ur hafi ekki verið til staðar þegar verk­efni Seðlabanka Íslands á sviði um­sýslu og fyr­ir­svara til­tek­inna krafna og annarra eigna bank­ans voru færð til einka­hlut­fé­lags í eigu bank­ans (Eigna­safn SÍ) í lok árs 2009.

Bréfið má lesa hér.

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is