Veki ekki sofandi dreka

Frá Arctic Circle-ráðstefnunni árið 2013. Töluverður fjöldi áhrifafólks mætir til …
Frá Arctic Circle-ráðstefnunni árið 2013. Töluverður fjöldi áhrifafólks mætir til ráðstefnunnar. mbl.is/Kristinn

Fyr­ir­huguð olíu­leit og vinnsla á Dreka­svæðinu sam­ræm­ist á eng­an hátt alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um Íslands um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Þetta kem­ur fram í hvatn­ingu sem óform­leg­ur hóp­ur fólks úr nokkr­um fé­laga­sam­tök­um ætl­ar að af­henda gest­um á Arctic Circle-ráðstefn­unni sem hefst á morg­un.

Í hvatn­ing­unni, sem ber fyr­ir­sögn­ina „Vekj­um ekki sof­andi dreka“, seg­ir enn­frem­ur að ekki sé hægt að ræða um norður­slóðir án þess að ræða lofts­lags­breyt­ing­ar enda muni svæðið verða fyr­ir gríðarleg­um breyt­ing­um á næstu ára­tug­um sem séu þegar hafn­ar. Norður­skautið hlýni nú tvisvar til þris­var sinn­um hraðar en svæði sunn­ar á jörðinni. 

„Þess­ar breyt­ing­ar eru um margt afar nei­kvæðar, þótt ein­hverj­ir sjái fyr­ir sér tæki­færi á gróða. Sá gróði verður skamm­vinn­ur, því breyt­ing­arn­ar ógna lífi og af­komu íbúa á norður­slóðum og í raun allra jarðarbúa,“ seg­ir þar bæði á ís­lensku og ensku.

Því hef­ur hóp­ur­inn tekið sig sam­an um að nota tæki­færið og hvetja ráðstefnu­gesti til að beita sín­um tölu­verðu áhrif­um í þágu bar­átt­unn­ar gegn lofts­lags­breyt­ing­um til að tryggja að jörðin verði áfram byggi­leg. Verður þeim af­hend hvatn­ing­in áður en ráðstefn­an hefst í Hörpu í fyrra­málið. 

mbl.is