Virkja fyrirtæki í loftslagsmálum

Borgin vill vinna með fyrirtækjum til að draga úr losun …
Borgin vill vinna með fyrirtækjum til að draga úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. mbl.is/Styrmir Kári

Reykja­vík­ur­borg og fyr­ir­tækið Festa hef­ur boðið þrjú hundruð stærstu fyr­ir­tækj­um lands­ins að taka þátt í sam­vinnu um að ná ár­angri í lofts­lags­mál­um. Fyr­ir­tæk­in muni í kjöl­farið skrifa und­ir yf­ir­lýs­ingu sem skuld­bind­ur þau til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og verður lögð fram á lofts­lag­fundi Sam­einuðu þjóðanna í Par­ís.

Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg kem­ur fram að nú þegar hafi mörg fyr­ir­tæki skráð sig til þátt­töku í verk­efn­inu og önn­ur lýst yfir áhuga. Fyrst um sinn verður aðild­ar­fyr­ir­tækj­um Festu, stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um Reykja­vík­ur­borg­ar og 300 stærstu fyr­ir­tækj­um á Íslandi boðin þátt­taka í verk­efn­inu.

Verk­efnið sé hugsað sem hvatn­ing til rekstr­araðila um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda á eig­in for­send­um og sýna þar með frum­kvæði og ábyrgð gagn­vart um­hverf­inu og sam­fé­lag­inu. Fyr­ir­tækj­um sem taka þátt býðst einnig fræðsla um lofts­lags­mál, bæði hvernig nálg­ast á viðfangs­efnið með praktísk­um hætti og reynslu­sög­ur annarra fyr­ir­tækja af því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda í rekstri.

Gefa reglu­lega út upp­lýs­ing­ar um ár­ang­ur­inn

Full­trú­ar fyr­ir­tækj­anna sem taka þátt skrifa und­ir sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu um lofts­lags­mál í Höfða um miðjan nóv­em­ber. Með aðild að yf­ir­lýs­ing­unni skuld­binda fyr­ir­tæk­in sig til að setja sér mark­mið og fylgja þeim eft­ir með aðgerðum sem miða að því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og minnka mynd­un úr­gangs. Þau munu einnig mæla ár­ang­ur­inn og gefa reglu­lega út upp­lýs­ing­ar um stöðu mála.

Stefna Reykja­vík­ur í lofts­lags­mál­um er að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 35% fyr­ir árið 2020. Stefn­an var fyrst sett fram árið 2009 og er nú hluti af aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur. Einnig er unnið að stefnu­mörk­un borg­ar­inn­ar í að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda vegna eig­in rekst­urs borg­ar­inn­ar.

Á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna sem fram fer í Par­ís í des­em­ber verður ramma­samn­ing­ur þeirra vegna lofts­lags­breyt­inga (UN­FCCC) samþykkt­ur en mark­mið hans er að sporna við hnatt­rænni hlýn­un og draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Yf­ir­lýs­ing­in sem fyr­ir­tæki og Reykja­vík­ur­borg munu skrifa und­ir verður af­hent í tengsl­um við ráðstefn­una í Par­ís. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina