Hjúpað dulúð og ævintýraljóma

Gestir á Arctic Circle, hringborði Norðurslóða. Forsetahjónin eru fremst á …
Gestir á Arctic Circle, hringborði Norðurslóða. Forsetahjónin eru fremst á myndinni. mbl.is/Golli

Uwe Beckmeyer, sem er hátt­sett­ur í þýska viðskiptaráðuneyt­inu, seg­ist þess full­viss að ríki heims muni senda skýr skila­boð á lofts­lags­ráðstefn­unni í Par­ís í des­em­ber, með bind­andi sam­komu­lagi um minnk­andi los­un gróður­húsalof­teg­unda. Sér­stök sendi­nefnd Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, gerði grein fyr­ir nálg­un Þjóðverja í mál­efn­um norður­skauts­ins á Arctic Circle-ráðstefn­unni í Hörpu eft­ir há­degi, en þar voru m.a. kynnt um­svif þeirra á sviði vís­inda­rann­sókna á norður­slóðum.

Beckmeyer flutti upp­hafs­ávarpið og sagði Þjóðverja líta til Arctic Circle sem mik­il­vægs vett­vangs umræðu um norður­slóðir. Hann sagði hags­muni á svæðinu hafa auk­ist sl. tvo ára­tugi, en vist­kerfi á norður­slóðum væru mik­il­væg og að lofts­lags­breyt­ing­um fylgdu mikl­ar áskor­an­ir.

Ráðherr­ann sagði lofts­lags­breyt­ing­ar skapa ný tæki­færi á norður­slóðum og að marg­ir íbú­ar á svæðinu fögnuðu því. Hann sagði að vinna þyrfti að því að gera þró­un­ina sjálf­bæra og að í allri stefnu­mót­un þyrfti að horfa til lofts­lags­breyt­inga og um­hverf­is­vernd­ar. Hann sagði Þjóðverja hafa markað þríþætta stefnu varðandi norður­slóðir en hún snéri m.a. að rann­sókn­um, sam­starfi og sjálf­bærri þróun. Þá sagði hann tækni­fram­far­ir í lyk­il­hlut­veri þegar kæmi að því að stuðla að um­hverf­i­s­væn­um sigl­ing­um á svæðinu.

Sendi­herr­ann Mart­in Kott­haus, fram­kvæmda­stjóri Evr­ópu­mála í þýska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, sagði Þjóðverja hafa stundað vís­inda­störf á norður­slóðum í meira en hundrað ár. Svæðið hefði löng­um verið hjúpað dulúð og æv­in­týraljóma í aug­um Þjóðaverja, en í dag væri það miðpunkt­ur umræðunn­ar um lofts­lags­mál. Þróun þess fylgdu ýms­ar hætt­ur, mögu­lega hernaðarleg­ar, en breytt lands­lag kallaði á sam­eig­in­leg viðbrögð til að tryggja friðsam­lega nýt­ingu. Tryggja þyrfti að sú starf­semi sem færi fram á norður­slóðum setti ekki „blett" á norður­slóðir.

Kott­haus sagði lofts­lags­breyt­ing­ar hafa marg­vís­leg áhrif í för með sér; um­hverf­is­leg, efna­hags­leg og sam­fé­lags­leg, svo eitt­hvað sé nefnt. Hann sagði Þjóðverja fyrst og fremst horfa til alþjóðasátt­mála en stefna þeirra miðaði að friðsam­legri nálg­un, því að vernda um­hverfið og fjöl­breytt líf­ríki, tryggja frelsi til rann­sókna og frjálsa og ör­ugga skipaum­ferð. Mark­miðið væri friðsam­leg, um­hverf­i­s­væn og sjálf­bær þróun, sem yrði náð með stjórn­un, rann­sókn­um og tækni­leg­um lausn­um.

Hann sagði Þjóðverja dygga stuðnings­menn Norður­skauts­ráðsins og sagði þá leggja áherslu á sam­vinnu á sviði vís­inda. Þau væru for­senda skiln­ings á svæðinu og grunn­ur allr­ar ákv­arðana­töku.

Eft­ir nokk­ur er­indi um rann­sókn­ar­starf Þjóðverja á norður­slóðum og sjálf­bæra þróun var spiluð upp­taka þar sem Frank-Walter Stein­meier, ut­an­rík­isáðherra Þýska­lands, ávarpaði gesti. Hann sagði norður­slóðir varða alla og að það sem þar gerðist og fram færi, hefði áhrif um all­an heim. Hann sagði viðbrögð við lofts­lags­breyt­ing­um alþjóðlegt ábyrgðar­verk­efni, og ár­ang­ur næðist aðeins með sam­eig­in­legu átaki. Mark­miðið væri öðrum þræði að tryggja frið og ör­yggi, en með því að taka á lofts­lags­breyt­ing­um tækj­um við á sama tíma á öðrum vanda­mál­um. Hann sagði Þjóðverja stefna að því að axla ábyrgð og að með sam­starfi næðist ár­ang­ur í mál­efn­um norður­slóða.

Uwe Beckmeyer.
Uwe Beckmeyer.
mbl.is