Með vísindi og rannsóknir að leiðarljósi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði gesti Arctic Circle, Hringborð …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði gesti Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða í Hörpu mbl.is/Golli

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, setti Arctic Circle – Hring­borð Norður­slóða fyr­ir full­um sal í Silf­ur­bergi Hörpu í morg­un. For­set­inn sagði um að ræða stærstu ár­legu sam­komu sem hald­in væri um mál­efni norður­slóða og fagnaði því að full­trú­ar ríkja, vís­inda­sam­fé­lags­ins, fé­laga­sam­taka og annarra væru sam­an komn­ir til að deila hug­mynd­um.

Þá sagði hann að með þátt­töku viðstaddra hefði á tveim­ur árum tek­ist að færa heim­in­um þenn­an nýja vett­vang til að ræða um­svif manns­ins á norður­slóðum. Um væri að ræða öfl­ug skila­boð um að aðilar að hring­borðinu ætluðu sér að standa vörð um svæðið.

Um 1.900 full­trú­ar frá yfir 50 lönd­um hafa skráð sig til þátt­töku á ráðstefn­unni.

Ólaf­ur Ragn­ar kom stutt­lega inn á dag­skrá ráðstefn­unn­ar, sem tel­ur m.a. er­indi frá sendi­nefn­um Þýska­lands og Kína, en einnig viðburði þar sem sam­tök á borð við World Wild­li­fe Fund munu koma skila­boðum sín­um og viðvör­un­um á fram­færi. Þá sagði for­set­inn að vís­indi og rann­sókn­ir væru leiðarljós í öll­um umræðum um norður­slóðir og sagði að verið væri að skoða að mynda starfs­hópa til að móta framtíðar­hug­mynd­ir um svæðið.

Hann sagði hið ár­lega hring­borð styrkja sam­vinn­una um norður­slóðir og vakti at­hygli á því að dag­setn­ing­ar hefðu þegar verið ákv­arðaðar fyr­ir ráðstefn­una allt til 2018.

Þegar for­set­in hafði lokið er­indi sínu steig á svið Al­bert II, prins af Mónakó, sem þakkaði Ólafi fyr­ir að bjóða sér til þátt­töku í hinum mik­il­vægu umræðum um mál­efni norður­slóða. Hann sagði svæðið löng­um hafa verið sér hug­leikið, þrátt fyr­ir fjar­lægð Mónakó.

Prins­inn sagði sín­ar fyrstu minn­ing­ar um aðkomu fjöl­skyldu sinn­ar að mál­efn­um norður­slóða tengj­ast langafa sín­um, Al­bert I, sem ferðaðist þangað fjór­um sinn­um. Hann ít­rekaði þakk­ir sín­ar til Ólafs Ragn­ars, um for­ystu hans í mál­efn­um norður­slóða og mátt­uga rödd.

Mik­il­vægt að koma á vernd­ar­svæðum

Al­bert ræddi um þau tæki­færi sem svæðið hefði upp á að bjóða en ein­blíndi einkum á þær hætt­ur sem steðja að. Hann sagði heim­inn all­an standa and­spæn­is mik­illi um­hverf­is­vá sem kallaði á lausn af sömu stærðargráðu. Prins­inn sagði að taka þyrfti á mál­um á vett­vangi marg­hliða sam­vinnu, t.d. Sam­einuðu þjóðanna, en einnig meðal sam­taka og al­mennra borg­ara. Þá sagði hann mik­il­vægt að sam­fé­lög á norður­slóðum kæmu að mál­um.

Prins­inn sagði ábyrgðina sam­eig­in­lega og kallaði eft­ir staðbund­inni og alþjóðlegri sam­vinnu. Lofts­lags­breyt­ing­ar væru stærsta ógn­in sem steðjaði að norður­slóðum og sagði m.a. mik­il­vægt að koma á stór­um vernd­ar­svæðum til að tryggja líf­færðilega fjöl­breytni.

Hann sagði eina leið að byggja á og auka þá lög­gjöf sem fyr­ir er. Hann kom inn á lofts­lags­ráðstefn­una í Par­ís í des­em­ber og sagði að all­ir ættu að vera sam­mála um mik­il­vægi þess að ná skuld­bind­andi sam­komu­lagi um að grípa til aðgerða gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Hætt­ur þeirra fæl­ust m.a. hækk­andi hita­stigi sem myndi hafa áhrif á viðkvæm vist­kerfi en aðrar hætt­ur væru m.a. súrn­un sjáv­ar. Prins­inn sagði mik­il­vægt að auka vís­inda­lega þekk­ingu.

Hann sagði hætt­urn­ar sem steðja að kalla á breytt efna­hags­mód­el og áherslu á hreina orku en veg­ur­inn framund­an væri lang­ur, ekki síst í ljósi efna­hags­legr­ar óvissu. Hann sagði að vinna þyrfti að kol­efna­lausu efna­hags­lífi og sagði fyr­ir­tæki skilja að lang­tíma­hags­mun­ir gætu ekki fal­ist í eyðilegg­ingu auðlinda. Al­bert talaði um tæki­færi til að ná sátt­um milli manns og nátt­úru en und­ir væru hags­mun­ir kom­andi kyn­slóða. Hann sagði að fólki væri annt um framtíðina, framtíð barna sinna, og kallaði eft­ir öðru mód­eli. Hann lagði áherslu á að all­ar viðræður næðu til sam­fé­laga á svæðinu og að standa þyrfti vörð um menn­ingu þeirra og sjálfræði.

Prins­inn sagði norður­slóðir kalla á sam­vinnu allra aðila en framtíð svæðis­ins væri ein stærsta og bráðasta áskor­un­in sem maður­inn stæði frammi fyr­ir.

Albert fursti af Mónakó var meðal ræðumanna á Arctic Circle, …
Al­bert fursti af Mónakó var meðal ræðumanna á Arctic Circle, Hring­borði Norður­slóða í Hörpu í morg­un mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða
Arctic Circle, Hring­borð Norður­slóða mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina