Er hægt að laga ör eftir fílapensla?

Ör eftir fílapennsla geta verið vandamál.
Ör eftir fílapennsla geta verið vandamál.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er Þórdís spurð út í húðvandamál.

Ég er rúmlega þrítug og er með voðalega furðulega húð, olíukennda á t-svæðinu en alveg ofboðslega þurra, sérstaklega á nefinu og svo í kinnum og ég neyðist oft til að nota mildison til að laga þurrkbletti. En aðalvandamálið og ástæða þess að ég skrifa hér er að ég er með ör á nefinu eftir fílapensla, sum frekar djúp sem há mér á hverjum degi! Er eitthvað sem ég get gert til að fjarlægja þau?

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Grófa húð er oft hægt að slípa niður með laser eða almennri húðslípun. En einhverjar misfellur eru í húðinni eins og ör eftir bólur eða stóra fílapensla er yfirleitt hægt að fylla upp í það með fylliefni eða þinni eigin fitu (sk. lipofilling) ef örin eru mörg og djúp.

Gangi þér vel,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Deamedica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Deamedica. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is