Súrt hlutskipti átu í Suðuríshafi

Rauðáta er ein algengasta átutegundin í Norðuríshafinu. Myndin tengist efni …
Rauðáta er ein algengasta átutegundin í Norðuríshafinu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Af vef Hafrannsóknastofnunar

Átu­stofn­inn í Suðurís­hafi gæti dreg­ist sam­an um allt frá 20% til 70% fyr­ir árið 2100 ef menn draga ekki úr los­un sinni á gróður­húsaloft­teg­und­um og teg­und­in gæti jafn­vel ekki þrif­ist þar árið 2300 vegna súrn­un­ar sjáv­ar. Þetta er mat vís­inda­manns sem hef­ur rann­sakað át­una í ald­ar­fjórðung.

Nær all­ar sjáv­ar­teg­und­ir í Suðurís­hafi reiða sig beint eða óbeint á át­una sem er horn­steinn fæðukeðjunn­ar þar. Hnigni átu­stofn­in­um hef­ur það mik­il áhrif á aðrar dýra­teg­und­ir eins og smokk­fiska, hvali, seli, fiska, mörgæs­ir og sjó­fugla, að því er kem­ur fram í um­fjöll­un New York Times.

Vax­andi styrk­ur kolt­ví­sýr­ings í loft­hjúpi og höf­um jarðar vegna los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um með bruna á jarðefna­eldsneyti hef­ur bein áhrif á át­una og önn­ur krabba­dýr sem mynda skelj­ar. Súrn­un sjáv­ar tor­veld­ar dýr­un­um að mynda skelj­ar og ytri stoðkerfi sín.

So Kawaguchi, líf­fræðing­ur hjá Suður­skauts­deild ástr­alskra stjórn­valda, sem hef­ur rann­sakað át­una í 25 ár hef­ur mikla áhyggj­ur af því hvernig lofts­lags­breyt­ing­arn­ar muni draga úr getu át­unn­ar til þess að fjölga sér næstu hundrað árin.

„Hærri styrk­ur kolt­ví­sýr­ings í sjón­um þýðir að hafið súrn­ar meira. Þetta trufl­ar lífeðlis­fræði át­unn­ar. Það kem­ur í veg fyr­ir að egg­in klek­ist út og að lirf­urn­ar vaxi,“ seg­ir Kawaguchi.

Á rann­sókn­ar­stofu sinni hef­ur Kawaguchi dælt kolt­ví­sýr­ingi í krukk­ur með átu til þess að líkja eft­ir þeim aðstæðum sem fyr­ir­séð að geti orðið í Suðurís­haf­inu á næstu ára­tug­um og öld­um.

„Ef við höld­um áfram eins og ekk­ert hafi í skorist og við gríp­um ekki til aðgerða til þess að draga úr los­un kol­efn­is þá gæti átu­stofn­inn í Suðurís­haf­inu dreg­ist sam­an um 20% til 70% fyr­ir árið 2100. Fyr­ir 2300 gæti Suðurís­hafið ekki verið hent­ugt fyr­ir át­una til að fjölga sér í,“ seg­ir líf­fræðing­ur­inn.

Und­an­far­in ár hafa hundruð þúsunda tonna af átu verið veidd í Suðurís­haf­inu á ári. Ýmis nátt­úru­vernd­ar­sam­tök vilja nú friða hluta af haf­inu þar til vís­inda­menn hafa gert sér betri hug­mynd um vist­kerfi sjáv­ar­teg­unda í því.

Um­fjöll­un New York Times um rann­sókn­ir Kawaguchi

mbl.is