Þessum litla hamstri virðist ekki leiðast dvölin í búrinu sínu. Í það minnsta deyr hann ekki ráðalaus og fann því sniðuga leið til að stytta sér stundir.
Hamsturinn er nefnilega ansi lunkinn við að fara í kollhnís, en í meðfylgjandi myndbandi sést hann klifra upp í matarskálina sína áður en hann steypir sér aftur á bak. Leikinn endurtekur hann síðan ansi oft, og virðist vera orðinn svolítið ringlaður á tímabili.
Skiptar skoðanir eru á myndbandinu, margir hafa skemmt sér konunglega yfir því, en aðrir vilja meina að hamsturinn sé í of litlu búri og skorti leikföng.
Aðfarirnar má sjá hér að neðan.