Hamstur leikur listir sínar

Myndbandið var tekið í rússneskri gæludýraverslun.
Myndbandið var tekið í rússneskri gæludýraverslun. Skjáskot af Youtube

Þess­um litla hamstri virðist ekki leiðast dvöl­in í búr­inu sínu. Í það minnsta deyr hann ekki ráðalaus og fann því sniðuga leið til að stytta sér stund­ir. 

Hamst­ur­inn er nefni­lega ansi lunk­inn við að fara í koll­hnís, en í meðfylgj­andi mynd­bandi sést hann klifra upp í mat­ar­skál­ina sína áður en hann steyp­ir sér aft­ur á bak. Leik­inn end­ur­tek­ur hann síðan ansi oft, og virðist vera orðinn svo­lítið ringlaður á tíma­bili.

Skipt­ar skoðanir eru á mynd­band­inu, marg­ir hafa skemmt sér kon­ung­lega yfir því, en aðrir vilja meina að hamst­ur­inn sé í of litlu búri og skorti leik­föng.

Aðfar­irn­ar má sjá hér að neðan.

mbl.is