Reynt að semja um makrílinn

Viðræður standa yfir í bæn­um Clonakilty á Írlandi þar sem reynt er að ná sam­komu­lagi um mak­ríl­veiðar í Norðaust­ur-Atlants­hafi. Viðræðurn­ar hafa staðið yfir frá því á þriðju­dag­inn og er reiknað með að þeim ljúki í dag. Aðal­samn­ingamaður Íslands er sem fyrr Sig­ur­geir Þor­geirs­son sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu.

Haft er eft­ir Simon Co­veney, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Írlands, á frétta­vefn­um Fis.com í gær að hann fagni viðræðum um skipt­ingu mak­ríl­kvóta næsta árs. „Ég er mjög ánægður með að Írland sé gest­gjafi þess­ara viðræðna. Mak­ríll er mik­il­væg­asti fiski­stofn írska fisk­veiðiflot­ans og við verðum að ná alþjóðleg­um samn­ingi um það hvernig hon­um er stýrt. Ég vona mjög að það verði hægt að ná samn­ingi um sjálf­bært fyr­ir­komu­lag í vik­unni í viðræðum sem verða án efa ein­beitt­ar og erfiðar.“

Mark­mið viðræðnanna er að reyna að ná sam­komu­lagi á milli Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs, Íslands og Fær­eyja vegna árs­ins 2016. Rúss­ar og Græn­lend­ing­ar taka einnig þátt í fund­in­um sem áheyrn­ar­full­trú­ar. Sjö­tíu manns koma að viðræðunum sam­kvæmt frétt­inni. Evr­ópu­sam­bandið, Nor­eg­ur og Fær­eyj­ar náðu sam­komu­lagi um mak­ríl­veiðarn­ar í byrj­un síðasta árs. Ísland var ekki aðili að þeim samn­ingi.

mbl.is