Makrílsamningur án Íslands

mbl.is/Helgi Bjarnason

Evr­ópu­sam­bandið, Nor­eg­ur og Fær­eyj­ar gengu í gær frá samn­ingi um mak­ríl­veiðar á næsta ári en samið var um að heild­arafli yrði minnkaður um 15%. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu á vefsíðu skosku heima­stjórn­ar­inn­ar.

Haft er eft­ir Rich­ard Lochhead, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands, að vís­inda­menn hafi ráðlagt 37% minni heild­arkvóta en að ákveðið hafi verið að rétt væri að horfa til lengri tíma og gera ráð fyr­ir 15% minni kvóta næstu árin.

Full­trú­ar Íslands sátu viðræðufund­inn sem fram fór á Írlandi en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is sner­ust viðræðurn­ar að litlu leyti um mögu­lega aðild Íslend­inga að samn­ingn­um. Ísland mun því að öll­um lík­ind­um áfram gefa út ein­hliða mak­ríl­kvóta.

mbl.is