Ísland hagnist mest á loftslagsbreytingum

Snjóþungt hálendi. Myndin er tekin við Landmannalaugar fyrr í þessum …
Snjóþungt hálendi. Myndin er tekin við Landmannalaugar fyrr í þessum mánuði. mbl.is/RAX

Lofts­lags­breyt­ing­ar næstu ára­tugi munu ekki aðeins koma illa við efna­hag þjóða heims­ins held­ur mun verðmæta­sköp­un einnig fær­ast frá heit­ari stöðum á jörðinni til hinna kald­ari. Þetta er niðurstaða rann­sókn­ar sem gerð var við Stan­ford há­skóla og birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature.

Rann­sak­end­ur greindu efna­hag 166 ríkja á 50 ára tíma­bili, frá ár­inu 1960 fram til árs­ins 2010. Skoðuðu þeir þjóðarfram­leiðslu landa í venju­legu ár­ferði í sam­an­b­urði við óvenju köld og heit ár. Eft­ir að litið var til staðsetn­ing­ar þjóðríkj­anna, breyt­inga á efna­hagi þeirra og þró­un­ar í alþjóðaviðskipt­um, fundu þeir út að kjör­hita­stig fyr­ir menn til að fram­leiða vör­ur, svo­kallað „Gull­brár-hita­stig“, er 13 gráður.

Slæm áhrif á land­búnað, efna­hag og lýðheilsu

Þegar framtíðarspár um lofts­lags­breyt­ing­ar eru metn­ar með hliðsjón af þess­um upp­lýs­ing­um, segja rann­sak­end­ur að 77% ríkja heims­ins muni sjá fram á lækk­andi þjóðarfram­leiðslu á hvern íbúa, þar sem laun meðal mann­eskju muni lækka um 23%. Óvenju hátt hita­stig muni þannig hafa slæm áhrif á land­búnað, efna­hag og lýðheilsu, að sögn rann­sak­enda.

Nokkur lönd eru sögð munu græða stórkostlega á breyttu loftslagi.
Nokk­ur lönd eru sögð munu græða stór­kost­lega á breyttu lofts­lagi. mbl.is/​RAX

Setja Ísland í fyrsta sæti

Á hinn bóg­inn segja þeir að nokk­ur lönd muni græða stór­kost­lega á breyttu lofts­lagi. Taka þeir mið af ár­inu 2099 og setja Ísland þar í fyrsta sæti, þar sem rann­sókn­in sýni að þjóðarfram­leiðsla á hvern íbúa hér á landi muni á því ári vera um 1.250.000 Banda­ríkja­döl­um meiri en ef ekki kæmi til lofts­lags­breyt­inga. Mun­ur­inn nem­ur tæp­um 162 millj­ón­um króna, en gert er ráð fyr­ir að án lofts­lags­breyt­inga verði þjóðarfram­leiðsla á hvern íbúa um 243 þúsund Banda­ríkja­dal­ir, eða rúm­lega 31 millj­ón króna.

Bú­ist er við að lofts­lags­breyt­ing­ar muni bitna mest á Mið-Aust­ur­lönd­um, Afr­íku, Asíu og Suður-Am­er­íku. Íbúar landa í þess­um heims­hlut­um búa þegar við hita sem er hærri eða jafn­hár „Gull­brár-hita­stig­inu“. Mun fram­leiðsla þeirra því aðeins minnka eft­ir því sem hita­stig heims­ins hækk­ar, segja rann­sak­end­ur.

Frétta­vef­ur Quartz fjall­ar um rann­sókn­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina