Lokar krani flugbraut?

Hlíðarendi Framkvæmdir eru hafnar við norðurenda flugbrautar sem liggur til …
Hlíðarendi Framkvæmdir eru hafnar við norðurenda flugbrautar sem liggur til norðausturs og suðvesturs, neyðarbrautarinnar svonefndu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Samgöngustofa hefur fengið beiðni frá ÞG verktökum um að mega hefja framkvæmdir við byggingu íbúðarhúsnæðis nærri norðurenda svokallaðrar neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar.

„Já, við höfum sent inn fyrirspurn til Samgöngustofu um að fá að reisa byggingarkrana á Hlíðarendasvæðinu sem er alveg við flugvöllinn og krefst því sérstaks leyfis,“ segir Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG verktaka, en að hans sögn gætu framkvæmdir á svæðinu tekið um tvö ár.

Spurður í Morgunblaðinu í dag um mögulega lokun neyðarbrautarinnar segist hann ekki getað svarað til um það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: