Ekki samið um kolefnisgjald í París

Alþjóðlegt kolefnisgjald myndi leiða til aukinnar fjárfestingar í hreinni orkugjöfum.
Alþjóðlegt kolefnisgjald myndi leiða til aukinnar fjárfestingar í hreinni orkugjöfum. AFP

Sam­komu­lag á lofts­lags­ráðstefn­unni í Par­ís mun ekki fela í sér alþjóðlegt kol­efn­is­gjald, seg­ir Christiana Figu­eres, fram­kvæmda­stjóri lofts­lags­mála hjá Sam­einuðu þjóðunum.

„Marg­ir hafa sagt að við þurf­um að taka upp kol­efn­is­gjald og að kol­efn­is­gjald myndi auðvelda fjár­fest­ingu, en lífið er mun flókn­ara en það,“ sagði Figu­eres á fundi með fjár­fest­um í Lund­ún­um í dag. Hún sagðist hins veg­ar sam­mála því að kol­efn­is­gjald myndi ein­falda mál.

Fjöldi stórra alþjóðlegra fyr­ir­tækja og fjár­festa hafa kallað eft­ir kol­efn­is­gjaldi til að auka fjár­fest­ingu í hreinni orku­gjöf­um, en alþjóðlegt kol­efn­is­gjald myndi skapa hvata fyr­ir rekstr­araðila orku­vera og fyr­ir­tækja að skipta yfir í hreinni orku­gjafa á borð við gas, eða fjár­festa í búnaði sem nýt­ir ork­una bet­ur.

Þegar Evr­ópu­sam­bandið tók upp los­un­ar­kvóta árið 2005 stóðu von­ir til að það fyr­ir­komu­lag yrði tekið upp á alþjóðavísu fyr­ir 2020, en það hef­ur reynst erfitt í ljósi ólíkr­ar nálg­un­ar ríkja.

Útfærsla á kol­efn­is­gjald­inu er í meg­in­at­riðum tvenns kon­ar: Ann­ars veg­ar er um að ræða að ríki ákveður há­marks­los­un og los­un­ar­kvót­ar ganga kaup­um og söl­um, en hins veg­ar er um að ræða skatt á los­un eða magn kol­efn­is í jarðefna­eldsneyti.

Reu­ters sagði frá.

mbl.is