Krafðist meiri mannafla

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þar sem kostnaður við höfuðstólslækkun íbúðalána reyndist nokkuð meiri en upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir er óskað eftir því í frumvarpi til fjáraukalaga að 92 milljónum króna verði varið aukalega til almenns reksturs embættis Ríkisskattstjóra.

Fram kemur í frumvarpinu að upphafleg kostnaðaráætlun hafi gert ráð fyrir að kostnaður yrði 233 milljónir króna sem félli til árin 2014 og 2015. Vinna við framkvæmdina hafi hins vegar krafist meiri mannafla en ráð hafi verið fyrir gert og þá hafi hugbúnaðargerð einnig verið umfangsmikil. Fyrirséð sé að kostnaður við framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána nemi 325 milljónum króna.

mbl.is