Ísland lent í greiðsluþroti innan ESB

Sigmundur Davíð forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Hefði Ísland verið í Evr­ópu­sam­band­inu þegar viðskipta­bank­arn­ir þrír féllu haustið 2008 hefði landið getað lent í greiðsluþroti. Þetta er haft eft­ir Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráðherra á frétta­vefn­um Politico.eu í dag. Seg­ist hann ansi hrædd­ur um að sá ár­ang­ur sem náðst hefði við að koma efna­hags­lífi lands­ins aft­ur í lag hefði ekki verið mögu­leg­ur inn­an sam­bands­ins.

Haft er eft­ir Sig­mundi að ef um­sókn síðustu rík­is­stjórn­ar um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið hefði náð fram að ganga hefðu Íslend­ing­ar lík­lega hlotið sömu ör­lög og Grikk­ir, sem urðu fyr­ir efna­hags­hruni sem ekki sér fyr­ir end­ann á, eða Írar sem horfðu upp á gríðarlega hækk­un op­in­berra skulda í kjöl­far þess að stjórn­völd ábyrgðust skuld­bind­ing­ar írskra banka.

Sig­mund­ur benti á að ef Ísland hefði þurft að taka á sig skuld­ir banka­kerf­is­ins ís­lenska inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins með sama hætti og þær hefðu verið í evr­um líkt og í til­felli Grikk­lands og Írlands hefði það haft hörmu­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf. Þess í stað hefði Ísland náð mikl­um ár­angri í kjöl­far efna­hagserfiðleik­anna sem gengu yfir landið.

Haft er eft­ir Sig­mundi að miklu máli hafi skipt fyr­ir Ísland og efna­hags­bat­ann hér á landi að hafa sjálf­stæðan gjald­miðil, sjálf­stætt laga­setn­ing­ar­vald sem veitt hafi stjórn­völd­um svig­rúm til aðgerða og stjórn eig­in nátt­úru­auðlinda sem ekki hefði verið raun­in inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Um­sókn­in um inn­göngu í sam­bandið hafi verið tek­in í fjót­færni og að illa hugsuðu máli.

„Helstu rök­in fyr­ir um­sókn­inni 2009 voru þau að við yrðum að ganga í Evr­ópu­sam­bandið af efna­hags­leg­um ástæðum. Þetta var alltaf nálg­ast sem efna­hags­leg spurn­ing. Nú tel­ur fólk að það hafi fengið svar við þeirri spurn­ingu. Íslandi hef­ur gengið miklu bet­ur efna­hags­lega en sam­band­inu. Mikl­ar fram­far­ir hafa orðið und­an­far­in tvö ár á meðan Evr­ópu­sam­bandið stend­ur frammi fyr­ir áfram­hald­andi erfiðleik­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina