KEXP hefur unnið mikið starf í að kynna íslenska tónlist fyrir Bandaríkjamönnum á undanförnum árum með því að útvarpa tónleikum beint og með upptökum. mbl.is ræddi við útvarpsmanninn Kevin Cole sem hefur unnið að verkefninu frá upphafi.
Útvarpsstöðin er staðsett í Seattle og hefur komið hingað frá árinu 2008 en í fyrra hóf stöðin að senda hljóð og mynd beint frá tónleikum í gegnum netið.