Íslendingar dragi meira úr losun sinni

Snæfellsjökull hefur látið verulega á sjá með hlýnandi loftslagi eins …
Snæfellsjökull hefur látið verulega á sjá með hlýnandi loftslagi eins og aðrir jöklar á Íslandi og víðar á jörðinni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Al­var­leg­ir van­kant­ar eru á fram­lagi ís­lenskra stjórn­valda til Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda á jörðinni, að mati Ungra um­hverf­issinna. Sam­tök­in  hafa sett af stað und­ir­skrifta­söfn­un þar sem stjórn­völd eru hvött til þess að draga enn meira úr los­un Íslands.

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að sam­tök­in telji að stjórn­völd muni ekki axla ábyrgð í lofts­lags­mál­um þar sem þau hafi ekki sýnt vilja til að draga úr út­blæstri held­ur ein­göngu stuðlað að aukn­ingu með áfram­hald­andi stóriðju­verk­efn­um. Stóriðju­meng­un sé nú þegar vanda­mál á Íslandi.

Lofts­lags­fund­ur Sam­einuðu þjóðanna fer fram í Par­ís í næsta mánuði en von­ir standa til að þar verði skrifað und­ir alþjóðlegt sam­komu­lag um að draga veru­lega úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni. Tak­markið er að halda hnatt­rænni hlýn­un inn­an við 2°C miðað við tíma­bilið fyr­ir iðnbylt­ingu til að forðast verstu af­leiðing­ar breyt­ing­anna.

Í aðdrag­anda fund­ar­ins hafa ríki heims skilað inn lands­mark­miðum sín­um um aðgerðir til að ná því mark­miði. Íslensk stjórn­völd hafa lýst því yfir að þau ætli að vera með í sam­eig­in­legu mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ríkja um að draga úr los­un um 40% fyr­ir árið 2030. Hvorki hef­ur hins veg­ar verið ákveðið né til­kynnt hvert fram­lag Íslands verður til þess mark­miðs, ólíkt Nor­egi en þarlend stjórn­völd hafa þegar lýst því yfir að þau muni draga úr los­un lands­ins um 40% óháð því hvað önn­ur ríki Evr­ópu geri.

Þarna segja Ung­ir um­hverf­issinn­ar að stjórn­völd forðist að axla ábyrgð með því að setja Íslandi eng­in mark­mið önn­ur en að Evr­ópa í heild sinni minnki út­blást­ur. Það gæti allt eins þýtt auk­inn út­blást­ur á Íslandi. Hann sé reynt að rétt­læta í síðustu máls­grein fram­lags Íslands und­ir því yf­ir­skyni að „ein­stök stóriðju­verk­efni vegi þyngra á litla Íslandi, án þess að taka mið af því að stóriðju­meng­un sé vanda­mál á Íslandi nú þegar“, að því er seg­ir á vef und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar.

„Ung­ir um­hverf­issinn­ar beina því til stjórn­valda að draga úr kol­díoxíðlos­un um a.m.k. 40% í stað þess að auka hana. Þannig geti Ísland orðið öðrum ríkj­um fyr­ir­mynd og lagt sitt að mörk­um við vernd­un fiski­miða gegn súrn­un sjáv­ar, komið í veg fyr­ir áfram­hald­andi bráðnun jökla og þeirri hættu á að Golf­straum­ur­inn hægi á sér, en slíkt gæti haft í för með sér al­var­leg áhrif á lofts­lag á Íslandi,“ seg­ir í til­kynn­ingu Ungra um­hverf­issinna.

Und­ir­skrifta­söfn­un um betra fram­lag til Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins

mbl.is