Tveir menn gista fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um heimilisofbeldi. Báðir voru ölvaðir þegar þeir voru handteknir.
Annar þeirra var handtekinn rúmlega fimm síðdegis í gær í Hafnarfirði en hann er grunaður um heimilisofbeldi/líkamsárás.
Hinn var handtekinn um hálf tvö leytið í nótt í vesturbænum. Hann er einnig grunaður um heimilisofbeldi/líkamsárás.