Ert þú ekki með miða á Iceland Airwaves? Ekki örvænta, á viðburðavef mbl.is getur þú fundið upplýsinga um fjölda „off-venue“ tónleika sem sækja má hér og þar í borginni. Sóley og Soffía Björg eru meðal þeirra sem stíga á stokk á Slippbarnum í kvöld og þá verður Skúli Mennski á Osushi The Train.
Frétt mbl.is: Mannhestar, glimmer og druslur
Frekari upplýsingar um viðburði helgarinnar og fjölda annarra er að finna á viðburðavefnum, nýjasta vefhluta mbl.is.
Á vefnum eru birtar upplýsingar um fjölda tónlistar- og menningarviðburða og allar helstu kvikmyndasýningar. Þá eru á vefnum upplýsingar um ráðstefnur og aðra viðburði í viðskiptalífinu og fræðasamfélaginu.