Rigningin hefur engin áhrif á Airwaves

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves heldur áfram í dag með fjölmörgum tónleikum á þrettán tónleikastöðum. Nokkuð blautt veður er í miðborginni þessa stundina en það ætti ekki að trufla gleðina, enda fara allir tónleikarnir fram innandyra. 

Eins og fyrr hefur komið fram troða 240 tónlistarmenn og hljómsveitir upp á 293 tónleikum á hátíðinni. Henni lýkur á sunnudag. 

Það er líka vert að minna á „off venue“ dag­skrána en það er eng­in þörf á að vera með arm­band til að geta notið tón­list­ar tím­un­um sam­an.

mbl.is