Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves heldur áfram í dag með fjölmörgum tónleikum á þrettán tónleikastöðum. Nokkuð blautt veður er í miðborginni þessa stundina en það ætti ekki að trufla gleðina, enda fara allir tónleikarnir fram innandyra.
Eins og fyrr hefur komið fram troða 240 tónlistarmenn og hljómsveitir upp á 293 tónleikum á hátíðinni. Henni lýkur á sunnudag.
Það er líka vert að minna á „off venue“ dagskrána en það er engin þörf á að vera með armband til að geta notið tónlistar tímunum saman.