Um borð í Geimskipinu: myndskeið

Allir tónlistaráhugamenn með snefil af sjálfsvirðingu verða að sjá DJ Flugvél og Geimskip á tónleikum, það er óumdeilt. Hún hefur komið fram á fullt af off venue tónleikum á Airwaves og því verður engin afsökun gild eftir helgi hjá fólki sem ekki hefur stigið um borð í geimskipið.

Hún spilaði á Slippbarnum í gær. Það var rosalegt.

mbl.is spurði nokkra tónlistarmenn um daginn hvað þeir mæltu með að sjá á Airwaves og þar var Steinunn Eldflaug eða DJ Flugvél og Geimskip efst á lista. 

mbl.is