Pútín fer til Parísar

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, mun taka þátt í lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna sem hefst í Par­ís 30. nóv­em­ber nk. Mark­mið ráðstefn­unn­ar, sem mun standa yfir í tvær vik­ur, er að hlýn­un loft­hjúps­ins auk­ist ekki meira en annaðhvort um 2°C eða 1,5°C.

Laurent Fabius, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, greindi blaðamönn­um frá þessu í dag. 

Hann sagði að um 100 þjóðarleiðtog­ar hafi staðfest komu á ráðstefn­una, m.a. for­seti Banda­ríkj­anna og for­sæt­is­ráðherra Kína. 

Verk­efni ráðstefn­unn­ar er að fast­setja stefn­una í lofts­lags­mál­um frá þeim tíma er Kyoto-sam­komu­lagið renn­ur sitt skeið, árið 2020.

mbl.is