Vladimír Pútín, forseti Rússlands, mun taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í París 30. nóvember nk. Markmið ráðstefnunnar, sem mun standa yfir í tvær vikur, er að hlýnun lofthjúpsins aukist ekki meira en annaðhvort um 2°C eða 1,5°C.
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, greindi blaðamönnum frá þessu í dag.
Hann sagði að um 100 þjóðarleiðtogar hafi staðfest komu á ráðstefnuna, m.a. forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Kína.
Verkefni ráðstefnunnar er að fastsetja stefnuna í loftslagsmálum frá þeim tíma er Kyoto-samkomulagið rennur sitt skeið, árið 2020.