Boðað til mótmæla síðar í dag

Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu.
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu. Þórður Arnar Þórðarson

Boðað hefur verið til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu kl. 17 í dag. Tilefni fundarins er, líkt og segir á facebooksíðu viðburðarins, að mótmæla því að ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem kærðir voru fyrir kynferðisbrot í síðasta mánuði.

„Í ljósi þeirra frétta að ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem búið er að kæra vegna hrottalegra nauðgana viljum við safnast saman og mótmæla þessu aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisafbrotamálum.

Hér munum við einnig sýna sýna þolendum stuðning í verki! Endilega komið með hugmyndir að skiltum, slagorðum eða hvernig hægt er að dreifa þessu sem víðast,“ segir á síðunni.

Frétt mbl.is: Ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald

Tæplega fimm hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmælin sem bera yfirskriftina Ekki mínir #almannahagsmunir

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins kom fram að þau sem koma að rannsókn kynferðisbrotanna tveggja hafi fundað í hádeginu og rætt um hvort rétt hafi verið staðið að rannsókn á málunum. tveimur. Annar maðurinn er meintur gerandi í báðum málunum.

Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum í dag vegna málsins og gagnrýna margir að mennirnir tveir skuli ekki hafa verið látnir sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 

Frétt mbl.is: Íbúð í Hlíðunum notuð til nauðgana

mbl.is