Það er sannkölluð tónlistarveisla í gangi einmitt núna í Valsheimilinu en þar hafa farið fram stórtónleikar Iceland Airwaves síðan klukkan 19 í kvöld. Hátíðinni lýkur í kvöld en hún hófst á miðvikudaginn.
Nú er það breska sveitin Hot Chip sem heldur uppi fjörinu en nokkur af helstu böndum Íslendinga hafa stigið á stokk í kvöld. Klukkan 00:30 stígur síðan FM Belfast á svið og það má gera ráð fyrir mikilli gleði á sviðinu.
Íslensku böndin sem komu fram í Vodafone höllinni í kvöld voru Intro Beats, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur. Dúettinn Sleaford Mods frá Nottingham tók síðan við.
Í samtali við mbl.is fyrr í kvöld sagði Grímur Atlason, framkvæmdarstjóri Iceland Airwaves, hátíðina hafa gengið vel í ár, en hana sóttu 9000 manns.
Fyrri frétt mbl.is: Dansað fram á nótt að Hlíðarenda