Kynnir loftslagsáætlun í þinginu

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra.
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um­hverf­is­ráðherra ætl­ar að kynna aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um á Alþingi í næstu viku. Þetta kom fram í svari ráðherr­ans við óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn á þingi í dag. Tók ráðherr­ann und­ir um­deild fyrri orð for­sæt­is­ráðherra um að tæki­færi fæl­ust í lofts­lags­breyt­ing­um.

Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði Sigrúnu Magnús­dótt­ur, um­hverf­is­ráðherra, út í und­ir­bún­ing ís­lenskra stjórn­valda fyr­ir lofts­lags­fund Sam­einuðu þjóðanna sem hefst í Par­ís í lok þessa mánaðar þar sem stefnt er að sam­komu­lagi um að draga veru­lega úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um.

Sigrún greindi frá því að unnið væri hörðum hönd­um við und­ir­bún­ing fund­ar­ins í sam­vinnu­hópi sex ráðuneyta. Í þeim til­lög­um sem hún hygðist kynna þing­inu í næstu viku væru þrjár hug­mynd­ir sem hún vildi fá umræðu um. Þær litu að bein­um aðgerðum sem Íslend­ing­ar gætu lagt áherslu á, alþjóðlegt sam­starf og styrk­ingu innviða inn­an­lands til að vera bet­ur í stakk búin til að tak­ast á við verk­efn­in.

Hugsa öðru­vísi um lofts­lags­mál en áður

Hvatti Árni Páll ráðherr­ann til dáða en spurði hvort að í los­un­ar­bók­haldi Íslands yrði gert ráð fyr­ir kol­efn­is­fót­spori fyr­ir­hugaðrar fjölg­un­ar ferðamanna og þriggja kís­il­vera sem hug­mynd­ir væru um að reisa hér á landi.

Ráðherr­ann svaraði þeirri spurn­ingu ekki en tók und­ir þau orð Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráðherra, sem hann lét falla í viðtali við Rík­is­út­varpið fyr­ir nokkru um að tæki­færi fæl­ust í lofts­lags­breyt­ing­um á jörðinni. Árni Páll hafði meðal ann­ars vísað til þeirra orða í fyr­ir­spurn sinni.

„Ég tek samt und­ir það með for­sæt­is­ráðherra að í öll­um ógn­un­um geta líka fal­ist ákveðin tæki­færi vegna þess að fólk fer að hugsa öðru­vísi. Mér finnst ég skilja það að fólk hugs­ar öðru­vísi orðið um lofts­lags­mál held­ur en það gerði fyr­ir tveim­ur þrem­ur árum. Við verðum kannski dug­legri að afla okk­ar nýrr­ar tækni eða þá að ganga bet­ur um þau auðævi sem við eig­um og svo fram­veg­is og svo fram­veg­is. Þannig að þar eru tæki­færi,“ sagði Sigrún.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina