Leggur kæruna fram í dag

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi annars mannsins sem sakaður er um …
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi annars mannsins sem sakaður er um kynferðisbrot gegn tveimur konum. mbl.is/Sigurgeir

Jóhanna Sigurjónsdóttir, lögmaður tveggja kvenna sem báðar lögðu fram kæru vegna meints kynferðisbrots í október, mun leggja fram kæru á hendur Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni annars meintra gerenda síðar í dag.

Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að hún teldi hann hafa brotið gegn lagagreinum nokkurra lagabálka, sem og starfsskyldum sínum sem lögmaður og siðareglum lögmanna.

Síðar um daginn fór Vilhjálmur fram á afsökunarbeiðni frá Jóhönnu og sagðist hann þá myndu fyrirgefa henni með bros á vör.

Þegar mbl.is hafði samband við Jóhönnu í morgun var kæran enn í vinnslu og fengust ekki upplýsingar um númer þeirra lagagreina sem hún telur Vilhjálm hafa brotið gegn. Hér að neðan verður atburðarás gærdagsins tekin saman en ýmislegt fór á milli lögmannanna tveggja.

Umfjöllun Fréttablaðsins hafi skaðað málið?

RÚV greindi frá því um hádegi í gær að Jóhanna teldi Vilhjám hafa brotið gegn starfsskyldum sínum sem lögmaður, gegn ákvæðum almennra hegningarlaga, gegn ákvæðum um meðferð sakamála, gegn ákvæðum laga um lögmenn og einnig gegn siðareglum lögmanna.

Sagði hún að opinber umfjöllun um kynferðisbrot sé brotaþolum þungbær en í þessu máli hafi verið gefnar ítarlegar atvikalýsingar, hvort sem þær séu réttar eða rangar. Þá sagði Jóhanna einnig:  „Fari svo að þessi um­fjöll­un Frétta­blaðsins hafi skaðað málið, eða kunni að skaða málið, þá þurfa fjöl­miðlar auðvitað að draga lær­dóm af því.“

Í samtali við mbl.is sagði Jóhanna alvarlegt að lögmaður annars mannsins hafi upplýst fjölmiðla um viðkvæmt efnisatriði kærunnar þar sem málið sé enn til rannsóknar hjá lögreglu. Þá velti hún einnig fyrir sér hvort framganga Vilhjálms hefði skaðað málið og bætti við: „En maður spyr sig hvort það sé hætta á því að svona nákvæm umfjöllun um mál sem enn er til rannsóknar kunni hugsanlega að skaða framgöngu málsins,“ sagði Jóhanna.

„Gerum jú öll mistök í lífinu“

Í kjölfarið skoraði Vilhjálmur á Jóhönnu að biðja hann þegar í stað afsökunar. „Ég skora á Jó­hönnu að biðjast þegar í stað af­sök­un­ar á þessu frum­hlaupi sínu og mun ég þá fyr­ir­gefa henni með bros á vör. Við ger­um jú öll mis­tök í líf­inu,“ seg­ir í svari Vil­hjálms til Jó­hönnu sem hann sendi mbl.is í gegn­um tölvu­póst.

Í svar­inu seg­ir  hann einnig að það sjái hver heil­vita maður að hann geti ekki verið heim­ild­armaður Frétta­blaðsins. Seg­ist hann ekki hafa haft vitn­eskju um málið fyrr en hann var ráðinn til að gæta hags­muna ann­ars kærðu á mánu­dag kl. 17.

Þá hafi Frétta­blaðið þegar verið búið að birta forsíðufrétt sína um íbúðina. Í öðru lagi sjá­ist það á frétt­inni sem birt­ist í  morg­un að blaðamaður Frétta­blaðsins hafi hringt í hann í gær til að bera hana und­ir hann og þar hafi hann vísað því á bug að hún sé sann­leik­an­um sam­kvæmt.

„Í þriðja lagi er ég bú­inn að vera í öll­um fjöl­miðlum að bera frétt­flutn­ing Frétta­blaðsins til baka og segja að hann sé rang­ur. Hvers vegna í ósköp­um ætti ég líka að fóðra Frétta­blaðið á upp­lýs­ing­um/​gögn­um sem koma umbj. mín­um illa.

Þessi mála­til­búnaður Jó­hönnu Sig­ur­jóns­dótt­ur dæm­ir sig því sjálf­ur auk þess sem þetta er órök­studd­ar dylgj­ur sem eiga sér enga stoð í þeim laga­bálk­um sem hún vís­ar til, enda get­ur hún það ekki því það hafa eng­in lög verið brot­in,“ sagði í svari Vilhjálms.

Snýst ekki um heimildarmann Fréttablaðsins

Í sam­tali við mbl.is sagði Jó­hanna aftur á móti að fyr­ir­huguð kæra snú­ist hreint ekki um heim­ild­ar­mann Frétta­blaðsins held­ur um um­mæli sem Vil­hjálm­ur hef­ur látið falla í fjöl­miðlum und­ir nafni, sem lögmaður ann­ars ákærðu, eft­ir að fyrstu frétt­ir af mál­inu tóku að ber­ast.

mbl.is ræddi í kjölfarið við Vilhjálm sem sagðist standa við fyrra svar sitt.

 „Og við hvaða ákvæði al­mennra hegn­ing­ar­laga, laga um meðferð saka­mála, lög­manna­laga, eða siðaregla lög­manna varðar þetta? Ég hef ekki hug­mynd um það? Svo ég get ekk­ert svarað fyr­ir það. Ég get bara svarað fyr­ir það sem hún seg­ir. Hún tal­ar um Frétta­blaðið og þangað til þá stend­ur þetta svar.“

Seg­ist Vil­hjálm­ur telja það lág­marks­kröfu til lög­manns sem ásak­ar ein­hvern um refsi­verða hátt­semi að viðkom­andi heim­færi hana á refsi­á­kvæði og geri grein fyr­ir hvaða laga­ákvæði hafi verið brot­in.

„Að end­ingu, af því að Álafossúlp­unni er svo annt um hug­takið þögg­un, ég held að þetta sé ein versta teg­und af þögg­un sem ég hef orðið vitni að. Að það megi ekki halda uppi vörn­um fyr­ir sakaðan mann sem er bor­inn röng­um sök­um í fjöl­miðlum,“ sagði Vilhjálmur í samtali við mbl.is.

mbl.is