Áhrif koltvísýrings mögulega vanmetin

Líkan NASA af dreifingu koltvísýrings í lofthjúpi jarðarinnar. Myndin er …
Líkan NASA af dreifingu koltvísýrings í lofthjúpi jarðarinnar. Myndin er úr safni. NASA/skjáskot

Lofts­lag jarðar gæti verið næm­ara fyr­ir styrk kolt­ví­sýr­ings í loft­hjúpn­um en áður var talið. Ný rann­sókn banda­rískra vís­inda­manna bend­ir til þess að styrk­ur­inn hafi verið hátt í helm­ingi minni en gert var ráð fyr­ir á hlý­skeiði fyr­ir fimm­tíu millj­ón árum.

Styrk­ur kolt­ví­sýr­ings í loft­hjúpn­um er nú tæp­lega 400 hlut­ar af millj­ón (ppm) og hef­ur hann ekki verið meiri á jörðinni í nokkr­ar millj­ón­ir ára. Rann­sókn­ir vís­inda­manna við Bing­ham­t­on-há­skóla í Banda­ríkj­un­um á jarðsýn­um úr fimm­tíu millj­ón ára göml­um berg­lög­um sem mynduðust á hlý­skeiði benda til þess að styrk­ur kolt­ví­sýr­ings hafi verið um 680 ppm á þeim tíma.

Það er nærri því helm­ingi minna en fyrri rann­sókn­ir höfðu gert ráð fyr­ir en þær áætluðu að styrk­ur­inn hafi verið um 1.125 ppm. Þess­ar niður­stöður benda til þess að lofts­lag jarðar sé næm­ara fyr­ir kolt­ví­sýr­ingi en áður var talið.

Líkön gera ráð fyr­ir að hækk­andi styrk­ur kolt­ví­sýr­ings vegna bruna manna á jarðefna­eldsneyti muni leiða til þess að meðal­hiti jarðar hækki um um það bil 3°C. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar gætu þýtt að áhrif kolt­ví­sýr­ings á hnatt­ræna hlýn­un hafi verið van­met­in.

Einu beinu mæl­ing­arn­ar á kolt­ví­sýr­ingi í loft­hjúpi jarðar í fortíðinni eru frá ís­kjörn­um en aðeins er hægt að rekja sög­una inn­an við millj­ón ár aft­ur í tím­ann með þeim. Vís­inda­menn­irn­ir við Bing­ham­t­on eru því að reyna að þróa leiðir til að meta styrk kolt­ví­sýr­ings í loft­hjúpi fortíðar­inn­ar með óbein­um hætti.

Frétt Phys.org um rann­sókn­ina

mbl.is

Bloggað um frétt­ina