Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsóknum á kynferðisbrotum í Hlíðahverfinu miða vel. Hann upplýsir ekki frekar um málið enda kynferðisbrotarannsóknir afar viðkvæmt mál.
Fjölmargar kærur hafa borist í tengslum við málið, bæði hafa þolendur kært og eins lögmenn kært hver annan.